Samfélagsmiðlar

Reiknar ekki með að margir kaupi Íslandsferðir 2018

Island seljalandsfoss taylor leopold

Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Studiosus ætla að bjóða upp á ferðir hingað til lands á næsta ári líkt og undanfarna áratugi. Þeir búast hins vegar við að verðið fæli fólk frá.
Forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Studiosus ætla að bjóða upp á ferðir hingað til lands á næsta ári líkt og undanfarna áratugi. Þeir búast hins vegar við að verðið fæli fólk frá og það er nú þegar orðin raunin hjá bresku ferðaskrifstofunni Discover the World.
Ferðaskipuleggjendur eru víða að leggja lokahönd á sölubæklinga fyrir næsta ár og einn af þeim er Manfred Schreiber hjá ferðaskrifstofunni Studiosus í Þýskalandi. En Ísland er einn þeirra 120 áfangastaða sem þessi stóra ferðaskrifstofa býður upp á hópferðir til. Á því verður engin breyting þrátt fyrir að mikil styrking krónu og boðuð tvöföldun virðisaukaskatts geri verðlagningu á Íslandsferðum erfiða enda miklar verðhækkanir fyrirsjáanlegar. „Við munum ekki taka Ísland út. Við erum hins vegar langt komin með skipulagningu ferða næsta árs og munum örugglega skera töluvert niður á Íslandi því við reiknum ekki með að margir muni kaupa ferðir þangað,“ segir Schreiber og vísar til þess hversu dýr áfangastaður Ísland er orðinn.
Studiosus hefur boðið ferðir til Íslands frá því á áttunda áratugnum og segir Schreiber að árlega komi hingað til lands um þrjú þúsund manns á þeirra vegum. Þessir þýskur ferðamenn dvelja að jafnaði í 11 nætur á landinu og standa því undir rúmlega 30 þúsund gistinóttum á ári. Það eru álíka margar gistingar og allir ferðamenn frá Rússlandi og Eystrarsaltslöndunum keyptu samanlagt hér á landi á síðasta ári.

Framtíðarstefnan verður að koma frá pólitíkusum

Schreiber var harðorður í garð íslenskra stjórnvalda í viðtali við Túrista í apríl og sagði engu líkara en að ráðamenn vildu ganga að ferðaþjónustunni dauðri með auknum álögum. „Vandamálið er að sjóndeildarhringur sumra stjórnmálamanna virðist ekki ná lengra en til Vestmannaeyja. Þeir horfa ekki til annarra markaða og skilja ekki að svona aðgerðir draga úr eftirspurn. En svo lengi sem Kínverjar og Bandaríkjamenn halda áfram að fjölmenna til landsins þá finna stjörnvöld ekki fyrir afleiðingunum. Ég er þó viss um að meira segja þessar þjóðir hafi sín takmörk,” sagði Schreiber aðspurður um umræður á Íslandi um tvöföldun virðisaukaskatts, komugjöld og gistináttaskatt.
Hann hefur áhyggjur af gangi mála hér á landi og hefur talað fyrir því að sett verði á laggirnar ráðgjafanefnd sem í eiga sæti erlendir og íslenskri sérfræðingar sem geti komið að mótun framtíðarskipulags íslenskrar ferðaþjónustu. „Í dag ríkir nefnilega stjórnleysi í greininni. Sem dæmi um það þá bjóðast núna lægri farþegagjöld á Keflavíkurflugvelli og hafnirnar veita skemmtiferðaskipunum líka betri kjör. Það vantar stefnu til framtíðar og stjórnmálafólkið verður að eiga frumkvæði að henni, hvernig sér það ferðaþjónustuna fyrir sér eftir 5 ár eða 10? Við verðum að fá svar við þeirri spurningu.“

30% verðhækkun frá því í fyrra

Breska ferðaskrifstofan Discover the World hefur líka áratuga reynslu af skipulagningu Íslandsferða og Clive Stacey, stofnandi og framkvæmdastjóri, segir verðhækkanirnar á Íslandi kalla á breytingar. „Við munum einbeita okkur að sérsniðnum ferðum í stað hópferða og það mun væntanlega leiða til þess að dvalartíminn viðskiptavina okkar styttist en það er þó ekki öruggt. Við finnum líka fyrir því að það er erfiðara að selja ferðirnar nú í sumar. Við urðum til að mynda nýverið að aflýsa 8 daga gönguferð um Austurland þar sem eftirspurnin var ekki næg til að standa undir kostnaði. Þetta kemur reyndar ekki á óvart því ferðin kostaði þrjú þúsund pund (395 þúsund kr.) sem er um 30 prósent hærra verð en í fyrra. Fyrir sama verð getum við boðið upp á tveggja vikna hreyfiferð um Nýja-Sjáland.“

Breskir skólahópar horfa annað

Stór hluti viðskiptavina Discover the World eru breskir skólahópar og segir Stacey að í dag sé salan á þess háttar ferðum álíka og á síðasta ári. „Ferðaráðgjafar okkar leggja hart að sér að útbúa Íslandsferðir sem eru innan þeirra kostnaðarmarka sem skólarnir setja. Við sjáum hins vegar að núna er engin aukning í sölu á þessum ferðum öfugt við það sem hefur verið síðastliðinn áratug. Skólahóparnir fara því auknum mæli í ferðir okkar til Ítalíu og Noregs.“
TENGDAR GREINAR: Hefðbundið gistináttagjald skilar álíka og hátt komugjald

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …