Samfélagsmiðlar

Kristinn er til í Soðboð í Brussel

kristinn sod

Flæmingja aspas, stúmp eða bláskel í belgísku öli verður vafalítið miklu oftar á boðstólum á íslenskum heimilum hér eftir þökk sé Soði Brusselbúans Kristins Guðmundssonar. Flæmingja aspas, stúmp eða bláskel í belgísku öli verður vafalítið miklu oftar á boðstólum á íslenskum heimilum hér eftir þökk sé Soði Brusselbúans Kristins Guðmundssonar. Í þessum skemmtilegu og frumlegu matreiðsluþáttum kennir Kristinn áhorfendum hvernig á að matreiða hefðbundna belgíska rétti en hann tekur líka snúning á klassískum smellum. Og það er ekki annað að sjá en að Kristinn sakni einskis úr íslenska eldhúsinu nema kannski stöku orða yfir áhöld og hráefni. Túristi spurði Youtube-kokkinn út í þættina, Brussel og áhuga hans á að bjóða íslenskum sælkerum í heimsókn. 
Hvernig varð Soð til?
Soð kom aðallega til vegna stress yfir því að ég hefði ekkert að gera í sumarfríinu. Ég og kærastan ætlum til Íslands og búa í sumarbústað stóran part sumarsins og ég er ekki maður sem liggur bara og gerir ekki neitt. Áttaði mig á því seinasta sumar að ég var með eitthvert „passion“ fyrir því að elda utandyra og kannski sýniþörf líka þannig þetta small einhvernv eginn allt saman og úr varð einhver Suða af mér að elda upp í vinnustofunni minni.

Þú eldar töluvert af belgískum réttum en er matarmenning Belga ekki Íslendingum frekar framandi?
Jú, ég myndi halda að þekking Íslendinga á belgískri matargerð sé lítil sem engin, þó auðvitað séu undartekningar þar á. Ég þurfti náttúrulega að búa mér til einhvurslags ramma utan þættina og þá lá það bara beinustu leið að elda belgískt, enda búinn að vera vinna í belgísku eldhúsi í frekar langan tíma.

Belgískur bjór kemur líka við sögu. Er hann mikilvægur hluti af eldamennskunni?
Belgískur bjór er stór partur af belgískri matargerð, kemur oft fyrir, enda alveg einstakt hráefni og alveg hrikalega skemmtilegt. Mér fannst það vanta einhvern veginn í íslenska matarmenningu að fólk fari að nota þetta hráefni í eldun, enda vanari að nota rauðvín. En hvað veit ég samt, ég er búinn að búa erlendis í 11 ár, þetta er bara svona mín tilfinning.

Þú hefur gert töluvert af því að ganga um Brussel með íslenska ferðamenn. Hvað kemur landanum mest á óvart í borginni?
Já, ég var að ganga með henni Tinnu Ottesen, Gengið í Brussel, og það hefur verið alveg ótrúlega skemmtilegt ævintýri. Það sem kemur Íslendingum mest á óvart er hversu skemmtileg þessi borg er, því fólk hugsar um einhverjar moldvörpur haldandi á skjalatöskum hlaupandi um borgina. Brussel hefur alveg æðislega sögu og er alveg mega skemmtileg, þó það séu nú nokkrar moldvörpur með skjalatöskur hérna en þá eru þær oft mjög ungar og hressar týpur.

Kemur til greina að bjóða upp á matarferðir um Brussel og jafnvel í stúdíóið?
Ég hef verið að hugsa hvernig væri hægt að blanda saman Soð og göngutúrum. Mig langar nefnilega að bjóða fólki hingað heim, í stúdíóið, að fá sér kvöldverð þar sem hægt væri að tala um sögu Belgíu ásamt því að snæða góðan kvöldverð og drekka vel útvalda bjóra með matnum. Borðstofuborðið mitt tekur um 12 manns í sæti, þannig nóg er plássið. Endilega finnið Soð á Facebook og sendið mér skilaboð og sjáið hvort ég sé laus fyrir hópinn ykkar.

Ein í lokin, þú ert oft kappklæddur í þáttunum. Er kalt í Soð-stúdíóinu?

Ég tók fyrstu þættina upp í janúar og það er engin kynding í vinnustofunni þannig að þá er það bara lopinn, húfan og hitinn frá gashellunni. En nú er allt að fara í hina áttina og. það fer að verða of heitt upp í vinnustofu. Það þykir mér ekki gott enda betra að klæða af sér kuldan en að vera hálfnakinn að vinna með sagir, slípirokk og sjóðheitar pönnur.
Á Facebook síðu Soðs má finna nánari upplýsingar um prógrammið en allir þættirnir eru svo á Youtube en á fimmtudögum bætist við nýr þáttur. Hér fyrir eldar Kristinn stúmp.

Til Brussel fljúga bæði Icelandair og WOW og framboð á ferðum þangað fyrir áhugasama um belgíska matargerð og Soð er því mikið.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …