Tvöfalt stærri betri stofa í Leifsstöð

icelandair betristofa2017

Icelandair opnaði í gær nýjan og stærri Saga Lounge á efstu hæð nýbyggingar á efstu hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Icelandair opnaði í gær nýjan og stærri Saga Lounge á efstu hæð nýbyggingar á efstu hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Í ár er gert ráð fyrir að Icelandair fljúgi með um tvöfalt fleiri farþega en árið 2013 og í gær tók flugfélagið í notkun tvöfalt stærri betri stofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sú er 1400 fermetrar að stærð og er að finna á efstu hæð nýrrar byggingar við suðurhluta flugstöðvarinnar.
Í tilkynningu frá Icelandair segir við þessar breytingar hafi sætum og veitingastöðum verið fjölgað og þægindi aukin. Þar segir einnig að gert sé ráð fyrir að 120 þúsund farþegar félagsins muni nýta sér þessa þjónustu í ár. Aðeins farþegar með dýrari miða eða sérstök vildarkort fá aðgang að Saga Lounge líkt og öðrum sambærilegum stofum á flugvöllum víðs vegar um heiminn.
Áður var Saga Lounge í kjallara við vegabréfaeftirlit fyrir farþega á leið út af Schengen svæðinu. Hjá notendum ferðavefsins Skytrax fékk sú betri stofa háa meðaleinkunn líkt og Túristi greindi frá.