Samfélagsmiðlar

Vöxtur ferðaþjónustunnar helmingi minni í fyrra

kef farthegar

Í fyrra fjölgaði ferðamönnum um fjörtíu prósent en aukningin í gistinóttum útlendinga var helmingi minni. Í fyrra fjölgaði ferðamönnum um 40 prósent en aukningin í gistinóttum útlendinga var helmingi minni. Frændþjóðirnar notast almennt við gistináttatölur þegar þær mæla umsvif í ferðaþjónustu á meðan sú íslenska styðst við talningar á Keflavíkurflugvelli.

Til Íslands komu nærri 1,8 milljónir ferðamanna á síðasta ári sem var aukning um 40,1% samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli. Þessi talning hefur lengi verið notuð sem mælikvarði í ferðaþjónustu landsins og forsvarsmenn greinarinnar, ráðamenn og fjölmiðlar vísa ávallt í hana þegar umsvifin í ferðaþjónustunni eru til umræðu. Vöxturinn í greininni í fyrra var hins vegar helmingi minni, eða 21,6%, ef litið er til gistinótta útlendinga. Sá mælikvarði er víðast hvar notaður í ferðaþjónustu enda ómögulegt fyrir flest lönd að telja ferðamenn við landamæri eins og hér er gert. Það er til að mynda greinilegt í ársskýrslum ferðamálaráða hinna Norðurlandanna að þar eru gistinætur helst notaðar til að bera saman breytingar á hinum ýmsu stærðum í atvinnugreininni á milli ára. 
Talning flugfarþega hefur hins vegar verið aðal viðmiðið hér á landi en hlutfallslega hafa breytingar á fjölda túrista og gistinóttum útlendinga haldist í hendur frá því að íslensk ferðaþjónustu sprakk út árið 2011. Í hittifyrra urðu hins vegar skil þarna á milli og í fyrra var munurinn, í prósentum talið, tvöfaldur eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan. Sá mikli mismunur hefur haldist í ár þegar miðað er við hótelgistingar líkt og kom fram í úttekt Túrista á föstudag.   

Sveiflur hjá fjölmennustu hópunum

Styttri Íslandsferðir vegna styrkingar krónu, aukin ásókn í óskráða gistingu og fjölgun erlends vinnuafls eru hluti af skýringunni á þessum breytingum. Auk þess þá hefur stóraukið millilandaflug frá Keflavíkurflugvelli líklega einnig valdið stærri skekkju í ferðamannatalningunni en áður hefur þekkst. Núna geta farþegar frá tugum borga í Evrópu og N-Ameríku flogið yfir hafið með því að tengja saman ferðir tveggja flugfélaga og eru ekki bundnir af því að fljúga alla leið með annað hvort Icelandair eða WOW air. Farþegar sem það gera þurfa nær undantekningarlaust að sækja farangurinn sinn við komuna til landsins og innrita sig á ný í framhaldsflugið. Og þar með eru þeir taldir með í talningu Ferðamálastofu sem erlendir ferðamenn. Þetta kann til að mynda að vera skýringin á því að bandarískum ferðamönnum hér á landi fjölgaði um 89% fyrstu þrjá mánuði ársins á meðan aukningin í gistinóttum þeirra nam innan við helmingi. Á sama tíma í fyrra og hittifyrra var bilið á milli hlutfallslegrar aukningar bandarískra túrista og hótelnótta þeirra miklu minna eða 10 til 12 prósentustig, ekki fjörutíu líkt og núna. Svona mikil sveifla hjá fjölmennustu þjóðinni í hópi ferðamanna hér á landi vegur þungt. Bilið hefur líka breikkað í tölum yfir ferðir Þjóðverja og Frakka líkt og Túristi greindi frá

Leifsstöð góð samgöngumiðstöð fyrir Kanada

Mestu öfgarnar eru hins vegar í tölum yfir kanadíska ferðamenn því fjöldi þeirra nærri þrefaldaðist á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma keyptu þeir 12% færri gistinætur á íslenskum hótelum samkvæmt Hagstofunni. Framboð á flugi héðan til Kanada hefur jókst verulega í vetur með áætlunarflugi WOW til Montreal og Toronto og í mars sl. voru ferðirnar héðan til Kanada t.d. 94 en voru 46 á sama tíma í fyrra skv. talningum Túrista. Fjöldi kanadískra feðramanna jókst í mars úr 2.601 í 7.346 en gistinóttum þeirra á íslenskum hótelum fækkaði hins vegar um 19 prósent. Þróunin helst sem sagt ekki í hendur. Það þarf heldur ekki að koma á óvart þegar litið er til þess hversu mikið úrval af Evrópuflugi er í boði fyrir Kanadamenn sem millilenda á Íslandi. Þeir farþegar sem koma til að mynda með þotum WOW air og Icelandair frá Montreal og Toronto í nótt geta valið úr 33 áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli frá klukkan sex að morgni og fram til hádegis með sex mismunandi flugfélögum. Tengitíminn er þó stundum stuttur en þetta sýnir hins vegar vel hversu góð samgöngumiðstöð Leifsstöð er orðin fyrir þá sem eru á leið milli Evrópu og Kanada. Sömu sögu er að segja um Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir. Gallinn er hins vegar sá að þetta mikla úrval af flugi héðan er hugsanlega helsta ástæðan fyrir því að nú eru tengslin milli gistináttafjölda útlendinga og erlendra ferðamanna ekki lengur fyrir hendi. Því væri hugsanlega réttara að umsvif ferðaþjónustunnar væru frekar metin út frá gistináttafjölda en ekki fjölda erlendra farþega á Keflavíkurflugvelli.

 

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …