Samfélagsmiðlar

Airbnb vill ekki upplýsa um hvort umsvifin hafi aukist á Íslandi

Skýringin á því að gistinóttum útlendinga fjölgar hlutfallslega mun minna en erlendum ferðamönnum kann að liggja í aukinni ásókn í óskráða gistingu. Á því sviði er umsvif bandarísku gistimiðlunarinnar Airbnb mikil. Talsmenn fyrirtækisins segjast hins vegar ekki vilja deila upplýsingum úr rekstri sínum á Íslandi á þessum tímapunkti.

reykjavik Tim Wright

Skýringin á því að gistinóttum útlendinga fjölgar hlutfallslega mun minna en erlendum ferðamönnum kann að liggja í aukinni ásókn í óskráða gistingu. Á síðasta ári komu hingað fjörutíu prósent fleiri erlendir ferðamenn en gistinóttum útlendinga fjölgaði aðeins 22 prósent á sama tíma. Hlutfallsleg breyting á þessum tveimur lykilstærðum í ferðaþjónustunni var því mjög ólík í fyrra en árin þar á undan þróuðust þær með svipuðum hætti líkt og Túristi hefur áður greint frá.
Í ár hefur þessi þróun haldið áfram og í ályktun sem Samtök ferðaþjónustunnar sendu frá sér í maí segir að skýringin á þessari breytingu kunni meðal annars að liggja í aukinni heimagistingu sem oftar en ekki hluti af skuggahagkerfi. Í rannsókn sem unnin var fyrir samtökin í kjölfarið kom fram að sala Airbnb á Íslandi hefði nærri tvöfaldast í ár. Talsmenn þessa bandaríska fyrirtækis vilja hins vegar ekki staðfesta þessa tölu né upplýsa um hver þróunin hefur verið í umsvifum þess á íslenska gistimarkaðnum í ár þegar Túristi óskaði eftir því. En í í fyrirspurninni var það tekið fram að upplýsingar frá Airbnb gætu gefið mikilvægar vísbendingar um afhverju þessar tvær fyrrnefndu lykilstærðir í íslenskri ferðaþjónustu þróast allt í einu með mismunandi hætti.

Er Airbnb stærst á íslenskum gistimarkaði?

Sem fyrr segir barst neikvætt svar frá Airbnb en fram til ársbyrjunar 2016 þá höfðu fjölmiðlafulltrúar fyrirtækisins svarað fyrirspurnum Túrista með nokkuð ítarlegum hætti. Í janúar í fyrra fengust til að mynda þær upplýsingar að hjá Airbnb væru að finna 3.903 auglýsingar á íslenskum gistirýmum og fjöldi þeirra hefði tvöfaldast milli ára. Yfir sama tímabil hafði gestum á vegum Airbnb á Íslandi fjölgað um 156 prósent. En allt frá því að þessar upplýsingar fengust hafa talsmenn Airbnb annað hvort tekið neikvætt í fyrirspurnir Túrista eða ekki staðið við orð sín um að upplýsingagjöf. Túristi komst hins vegar í vor yfir upplýsingar frá Airbnb sem sýndu meðal annars að tekjur íslenskra leigusala, innan vébanda fyrirtækisins, voru umtalsvert hærri en starfsbræðra þeirra á hinum Norðurlöndunum. Þar kom líka fram að Airbnb hefði selt 1,3 milljónir gistinátta hér á landi í fyrra en til samanburðar voru gistinætur á íslenskum heilsárshótelum í fyrra samtals 3,9 milljónir samkvæmt tölu Hagstofunnar. Það er aðeins þrisvar sinnum fleiri gistingar en Airbnb miðlaði og þessar tölur eru vísbending um að bandaríska fyrirtækið sé umsvifameira á íslenskum gistimarkaði en stærstu hótelkeðjur landins.

Ráðherra kallar eftir tillögum vegna óskráðrar gistingar

Í dag ber öllum þeim sem bjóða upp á heimagistingu að skrá starfsemina hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en ennþá hafa aðeins um 500 skráningar borist. Óskráðar gistingar eru sennilega langtum fleiri og nú hefur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, falið ferðamálaráði að kanna hvort möguleg misnotkun eigi sér stað í deilihagkerfinu svokallaða og hvort gisting innan þess, þar á meðal Airbnb, hafi óeðlilegt samkeppnisforskot. „Gerðar verði tillögur um aðgerðir til að hindra svarta atvinnustarfsemi í gistiþjónustu í deilihagkerfinu og metið verði hvort, og þá á hvaða hátt, lögleg en umsvifamikil starfsemi á þessu sviði hafi óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart hefðbundinni gistiþjónustu hvað varðar lagalegt umhverfi,“ segir í erindi ráðherra til ferðamálaráðs.

Nýtt efni

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …