Samfélagsmiðlar

Airbnb vill ekki upplýsa um hvort umsvifin hafi aukist á Íslandi

Skýringin á því að gistinóttum útlendinga fjölgar hlutfallslega mun minna en erlendum ferðamönnum kann að liggja í aukinni ásókn í óskráða gistingu. Á því sviði er umsvif bandarísku gistimiðlunarinnar Airbnb mikil. Talsmenn fyrirtækisins segjast hins vegar ekki vilja deila upplýsingum úr rekstri sínum á Íslandi á þessum tímapunkti.

reykjavik Tim Wright

Skýringin á því að gistinóttum útlendinga fjölgar hlutfallslega mun minna en erlendum ferðamönnum kann að liggja í aukinni ásókn í óskráða gistingu. Á síðasta ári komu hingað fjörutíu prósent fleiri erlendir ferðamenn en gistinóttum útlendinga fjölgaði aðeins 22 prósent á sama tíma. Hlutfallsleg breyting á þessum tveimur lykilstærðum í ferðaþjónustunni var því mjög ólík í fyrra en árin þar á undan þróuðust þær með svipuðum hætti líkt og Túristi hefur áður greint frá.
Í ár hefur þessi þróun haldið áfram og í ályktun sem Samtök ferðaþjónustunnar sendu frá sér í maí segir að skýringin á þessari breytingu kunni meðal annars að liggja í aukinni heimagistingu sem oftar en ekki hluti af skuggahagkerfi. Í rannsókn sem unnin var fyrir samtökin í kjölfarið kom fram að sala Airbnb á Íslandi hefði nærri tvöfaldast í ár. Talsmenn þessa bandaríska fyrirtækis vilja hins vegar ekki staðfesta þessa tölu né upplýsa um hver þróunin hefur verið í umsvifum þess á íslenska gistimarkaðnum í ár þegar Túristi óskaði eftir því. En í í fyrirspurninni var það tekið fram að upplýsingar frá Airbnb gætu gefið mikilvægar vísbendingar um afhverju þessar tvær fyrrnefndu lykilstærðir í íslenskri ferðaþjónustu þróast allt í einu með mismunandi hætti.

Er Airbnb stærst á íslenskum gistimarkaði?

Sem fyrr segir barst neikvætt svar frá Airbnb en fram til ársbyrjunar 2016 þá höfðu fjölmiðlafulltrúar fyrirtækisins svarað fyrirspurnum Túrista með nokkuð ítarlegum hætti. Í janúar í fyrra fengust til að mynda þær upplýsingar að hjá Airbnb væru að finna 3.903 auglýsingar á íslenskum gistirýmum og fjöldi þeirra hefði tvöfaldast milli ára. Yfir sama tímabil hafði gestum á vegum Airbnb á Íslandi fjölgað um 156 prósent. En allt frá því að þessar upplýsingar fengust hafa talsmenn Airbnb annað hvort tekið neikvætt í fyrirspurnir Túrista eða ekki staðið við orð sín um að upplýsingagjöf. Túristi komst hins vegar í vor yfir upplýsingar frá Airbnb sem sýndu meðal annars að tekjur íslenskra leigusala, innan vébanda fyrirtækisins, voru umtalsvert hærri en starfsbræðra þeirra á hinum Norðurlöndunum. Þar kom líka fram að Airbnb hefði selt 1,3 milljónir gistinátta hér á landi í fyrra en til samanburðar voru gistinætur á íslenskum heilsárshótelum í fyrra samtals 3,9 milljónir samkvæmt tölu Hagstofunnar. Það er aðeins þrisvar sinnum fleiri gistingar en Airbnb miðlaði og þessar tölur eru vísbending um að bandaríska fyrirtækið sé umsvifameira á íslenskum gistimarkaði en stærstu hótelkeðjur landins.

Ráðherra kallar eftir tillögum vegna óskráðrar gistingar

Í dag ber öllum þeim sem bjóða upp á heimagistingu að skrá starfsemina hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en ennþá hafa aðeins um 500 skráningar borist. Óskráðar gistingar eru sennilega langtum fleiri og nú hefur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, falið ferðamálaráði að kanna hvort möguleg misnotkun eigi sér stað í deilihagkerfinu svokallaða og hvort gisting innan þess, þar á meðal Airbnb, hafi óeðlilegt samkeppnisforskot. „Gerðar verði tillögur um aðgerðir til að hindra svarta atvinnustarfsemi í gistiþjónustu í deilihagkerfinu og metið verði hvort, og þá á hvaða hátt, lögleg en umsvifamikil starfsemi á þessu sviði hafi óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart hefðbundinni gistiþjónustu hvað varðar lagalegt umhverfi,“ segir í erindi ráðherra til ferðamálaráðs.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …