Samfélagsmiðlar

Airbnb vill ekki upplýsa um hvort umsvifin hafi aukist á Íslandi

Skýringin á því að gistinóttum útlendinga fjölgar hlutfallslega mun minna en erlendum ferðamönnum kann að liggja í aukinni ásókn í óskráða gistingu. Á því sviði er umsvif bandarísku gistimiðlunarinnar Airbnb mikil. Talsmenn fyrirtækisins segjast hins vegar ekki vilja deila upplýsingum úr rekstri sínum á Íslandi á þessum tímapunkti.

reykjavik Tim Wright

Skýringin á því að gistinóttum útlendinga fjölgar hlutfallslega mun minna en erlendum ferðamönnum kann að liggja í aukinni ásókn í óskráða gistingu. Á síðasta ári komu hingað fjörutíu prósent fleiri erlendir ferðamenn en gistinóttum útlendinga fjölgaði aðeins 22 prósent á sama tíma. Hlutfallsleg breyting á þessum tveimur lykilstærðum í ferðaþjónustunni var því mjög ólík í fyrra en árin þar á undan þróuðust þær með svipuðum hætti líkt og Túristi hefur áður greint frá.
Í ár hefur þessi þróun haldið áfram og í ályktun sem Samtök ferðaþjónustunnar sendu frá sér í maí segir að skýringin á þessari breytingu kunni meðal annars að liggja í aukinni heimagistingu sem oftar en ekki hluti af skuggahagkerfi. Í rannsókn sem unnin var fyrir samtökin í kjölfarið kom fram að sala Airbnb á Íslandi hefði nærri tvöfaldast í ár. Talsmenn þessa bandaríska fyrirtækis vilja hins vegar ekki staðfesta þessa tölu né upplýsa um hver þróunin hefur verið í umsvifum þess á íslenska gistimarkaðnum í ár þegar Túristi óskaði eftir því. En í í fyrirspurninni var það tekið fram að upplýsingar frá Airbnb gætu gefið mikilvægar vísbendingar um afhverju þessar tvær fyrrnefndu lykilstærðir í íslenskri ferðaþjónustu þróast allt í einu með mismunandi hætti.

Er Airbnb stærst á íslenskum gistimarkaði?

Sem fyrr segir barst neikvætt svar frá Airbnb en fram til ársbyrjunar 2016 þá höfðu fjölmiðlafulltrúar fyrirtækisins svarað fyrirspurnum Túrista með nokkuð ítarlegum hætti. Í janúar í fyrra fengust til að mynda þær upplýsingar að hjá Airbnb væru að finna 3.903 auglýsingar á íslenskum gistirýmum og fjöldi þeirra hefði tvöfaldast milli ára. Yfir sama tímabil hafði gestum á vegum Airbnb á Íslandi fjölgað um 156 prósent. En allt frá því að þessar upplýsingar fengust hafa talsmenn Airbnb annað hvort tekið neikvætt í fyrirspurnir Túrista eða ekki staðið við orð sín um að upplýsingagjöf. Túristi komst hins vegar í vor yfir upplýsingar frá Airbnb sem sýndu meðal annars að tekjur íslenskra leigusala, innan vébanda fyrirtækisins, voru umtalsvert hærri en starfsbræðra þeirra á hinum Norðurlöndunum. Þar kom líka fram að Airbnb hefði selt 1,3 milljónir gistinátta hér á landi í fyrra en til samanburðar voru gistinætur á íslenskum heilsárshótelum í fyrra samtals 3,9 milljónir samkvæmt tölu Hagstofunnar. Það er aðeins þrisvar sinnum fleiri gistingar en Airbnb miðlaði og þessar tölur eru vísbending um að bandaríska fyrirtækið sé umsvifameira á íslenskum gistimarkaði en stærstu hótelkeðjur landins.

Ráðherra kallar eftir tillögum vegna óskráðrar gistingar

Í dag ber öllum þeim sem bjóða upp á heimagistingu að skrá starfsemina hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu en ennþá hafa aðeins um 500 skráningar borist. Óskráðar gistingar eru sennilega langtum fleiri og nú hefur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, falið ferðamálaráði að kanna hvort möguleg misnotkun eigi sér stað í deilihagkerfinu svokallaða og hvort gisting innan þess, þar á meðal Airbnb, hafi óeðlilegt samkeppnisforskot. „Gerðar verði tillögur um aðgerðir til að hindra svarta atvinnustarfsemi í gistiþjónustu í deilihagkerfinu og metið verði hvort, og þá á hvaða hátt, lögleg en umsvifamikil starfsemi á þessu sviði hafi óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart hefðbundinni gistiþjónustu hvað varðar lagalegt umhverfi,“ segir í erindi ráðherra til ferðamálaráðs.

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …