Beint til George Best flugvallar

Belfast City Hall

Icelandair hóf í dag beint áætlunarflug til Belfast á Norður-Írlandi. Flogið er allt árið, þrisvar sinnum í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Icelandair hóf í dag beint áætlunarflug til Belfast á Norður-Írlandi. Flogið er allt árið, þrisvar sinnum í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum.
Air Iceland Connect annast flugið á Bombardier Q400 flugvél félagsins sem tekur 72 farþega í sæti í samstarfi við Icelandair. Flogið er til og frá Keflavíkurflugvelli með sömu tengimöguleikum fyrir farþega yfir Norður-Atlantshafið og í öðru flugi í leiðarkerfi Icelandair á morgnana og síðdegis. Flogið er til George Best City Airport sem er staðsettur aðeins 15 mínútum frá miðbæ borgarinnar og tekur flugið 2:55 klukkustundir.
Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur síðustu ár flogið milli Íslands og alþjóðaflugvallarinar í Belfast en gerir hlé á flugi sínu nú í sumar.

Tækifæri í samstarfi systurfélaga

Belfast er höfuðborg Norður-Írlands og langstærsta borg landsins með um 600 þúsund íbúa. Borgin er miðstöð stjórnsýslu og iðnaðar Norður-Íra og forn mennta- og menningarborg. Mikil saga er í borginni ásamt spennandi viðburðum, mörgum veitingastöðum og verslunum. Þar er magnað Titanic safn, frábærir golfvellir og mikil náttúrufegurð.
„Þetta flug er liður í því að þétta og styrkja leiðakerfi Icelandair. Við sjáum ákveðin tækifæri í því að nýta flugvél eins og Q400 frá Air Iceland Connect til að fara inn á Belfast markaðinn, tengja hann í leiðakerfið og byggja hann upp til framtíðar“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu.