Samfélagsmiðlar

Bílaleigubílar við Keflavíkurflugvöll hríðlækka í verði þrátt fyrir sterkari krónu

Hálfs mánaðarleiga á ódýrasta bílaleigubílnum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar kostar í dag rúmlega 50 þúsund krónum minna en á sama tíma fyrir þremur árum síðan. Íslenskir túristar í Evrópureisu borga miklu minna í dag fyrir bílana við flugvellina í Barcelona, Alicante, Kaupmannahöfn og víðar.

island vegur ferdinand stohr

Ferðamaður á leið til Íslands síðustu tvær vikurnar í júní, júlí eða ágúst borgar að jafnaði tæpar 82 þúsund krónur fyrir ódýrasta bílaleigubílinn við Keflavíkurflugvöll ef gengið er frá bókun í dag. Lægsta meðalverðið var hins vegar rúmlega 135 þúsund krónur á sama tíma fyrir þremur árum síðan. Verðlækkunin nemur um 40 af hundraði milli þessara tveggja verðkannana Túrista sem framkvæmdar voru 4. júní 2014 og aftur í dag. Á sama tíma hefur íslenska krónan styrkst um 28 prósent gagnvart evru en sú breyting endurspeglast ekki í leiguverðinu því í evrum talið þá hefur ódýrasta tveggja leigan á bílaleigubíl við Keflavíkurflugvöll lækkað um nærri 130 evrur milli kannana. Hækkun á gengi krónunnar er aftur á móti helsta ástæða þess að Ísland er orðið mun dýrara heim að sækja til að mynda þegar kemur að gistingu, afþreyingu og fæði.
Leitarvél Rentalcars.com er sem fyrr notuð í þessum athugunum Túrista til að finna ódýrasta bílaleigubílinn við hverja flugstöð fyrir sig og alltaf er ótakmarkaður akstur og kaskótrygging innifalin í leiguverðinu.

Líka verðlækkanir hjá stærstu leigunum

Síðustu sumur hafa verðskrár bílaleiganna við Keflavíkurflugvöll verið nokkru hærri en við aðrar evrópskar flughafnir en í úttekt Túrista í lok mars sl. síðan kom í ljós að verðið hafði lækkað töluvert hér á landi milli ára og það hefur lækkað áfram síðustu tvo mánuði. Þessi verðlækkun nær ekki aðeins til leitarvélar Rentalcars.com heldur líka til stærstu bílaleiganna. Í dag kostar til að mynda bíll af minnstu gerð hjá Hertz, seinni tvær vikurnar í júlí, 112.600 kr. en hann var á 203 þúsund krónur fyrra samkvæmt könnun Túrista í lok mars 2016. Hjá Avis hefur ódýrasti bíllinn lækkað úr 220 þúsund niður í 133.601 kr. á sama tíma.
Aukið framboð á bílaleigubílum og meiri samkeppni en áður eru líklegustu skýringarnar á þessum miklu breytingum því ferðamönnum hefur fjölgað verulega á þessu sama tímabili.

Miklu ódýrara fyrir íslenska túrista

Það eru þó ekki bara erlendir ferðamenn á Íslandi sem borga í dag minna fyrir bílaleigubíla en áður. Í krónum talið hefur nefnilega leiguverðið lækkað umtalsvert við þá evrópsku flugvelli sem Íslendingar venja komur sínar til ein sog sjá má á grafinu hér fyrir neðan. Í Kaupmannahöfn og Barcelona er verðið á ódýrasta bílnum í dag um þriðjungur af því sem þar var í sumarbyrjun 2014 og í Alicante hefur leigan lækkað ennþá meira. En þess má geta að sá sem bókar litla bifreið í Alicante, seinni hlutann í júní, fær hana fyrir 5 þúsund krónur allan tímann. Það er álíka mikið og borga þarf á dag fyrir ódýrasta bílinn við Keflavíkurflugvöll á sama tíma.

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …