Samfélagsmiðlar

Bindur vonir við Keflavíkurflug frá Ísafirði og Egilsstöðum

flugvel innanlands isavia

Ráðherra ferðamála segir viðbrögðin við fluginu milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar vera vísbendingu um að flugið geti eflst víðar. Hún segir stjórnvöld líka vinna að opnun fleiri gátta inn í landið. Ráðherra ferðamála segir viðbrögðin við fluginu milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar vera vísbendingu um að flugið geti eflst. Hún segir stjórnvöld líka vinna að opnun fleiri gátta inn í landið.
Í síðustu viku febrúarmánaðar hóf Air Iceland Connect að fljúga reglulega milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar en þess háttar áætlunarflug hefur hingað til aðeins verið í boði yfir sumarmánuðina. Samtals höfðu um 2700 farþegar sér þetta flug í lok apríl samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu og þar af voru útlendingar um sjö af hverjum tíu farþegum líkt og kom fram í grein Túrista. Þar var haft eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands að þetta flug væri gríðarlega mikilvæg viðbót fyrir ferðaþjónustuna fyrir norðan. En á öllum helstu alþjóðaflugvöllum í löndunum í kringum okkur geta farþegar tengt saman innanlands- og millilandaflug, öfugt við það sem hefur tíðkast hér á landi. 
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur talað fyrir betri dreifingu ferðamanna um landið og í svari til Túrista segir hún að þetta nýja áætlunarflug, milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar, vera jákvætt skref. „Það er sérstaklega mikilvægt yfir vetrarmánuðina þar sem ferðahegðun fólks er almennt öðruvísi en yfir sumarmánuðina og fólk dvelur almennt í skemmri tíma. Því er ennþá mikilvægara að flugsamgöngur séu greiðar og fólk komist á áfangastað á sem stystum tíma með sem minnstri fyrirhöfn. Viðbrögðin hafa verið jákvæð sem gefur okkur vísbendingu um að flugið geti eflst enn frekar.“
En telur ráðherra mikilvægt að efla innanlandsflug í tengslum við alþjóðflug um Keflavíkurflugvöll, til dæmis með tíðari ferðum og fleiri áfangastöðum? „Ég bind vonir við að flugleiðin Keflavík – Akureyri sé komin til að vera og vonandi verður hægt að fljúga á fleiri staði s.s. Egilsstaði og Ísafjörð í framhaldinu. Slíkt myndi gjörbreyta forsendum varðandi heilsársferðaþjónustu á þessum stöðum,“ segir Þórdís Kolbrún.

Stefnan að opna fleiri gáttir til landsins

Lengi hefur verið unnið að því að koma á reglulegu millilandaflugi frá Akureyri eða Egilsstöðum en sú vinna hefur litlum árangri skilað. Á síðasta kjörtímabili var svo settur á stofn flugþróunarsjóður sem ætlað er að styðja við millilandaflug á þessa tvo staði en reglum hans var nýverið breytt og nú er innanlandsflug, í tengslum við millilandaflug, líka gjaldgengt. Ráðherra ferðamála segir að hún telji ekki að nærtækara sé að efla flugsamgöngurnar frá Keflavík og út á land í stað þess að setja megin áherslu á beint millilandaflug frá Akureyri og Egilsstöðum. „Í mínum huga þarf það að ekki að vera annað hvort eða hvað þetta varðar. Stjórnvöld hafa markað þá stefnu að vinna að opnun fleiri gátta inn í landið með stofnun Flugþróunarsjóðs, auk þess sem landshlutarnir sjálfir hafa unnið ötullega að markaðssetningu sinna svæða. Ég held að það sé engin ástæða til að breyta um kúrs á þessu stigi og frekar ætti að líta á beint tengiflug frá Keflavík sem eitt púslið í heildarmyndinni. Frá sjónarhorni stjórnvalda er aðalatriðið að stuðningsaðgerðirnar séu skilvirkar og skili tilætluðum árangri.“

Vill sjá öflugt flug allt árið

Í maí hefur Keflavíkurflugið frá Akureyri takmarkst við brottfarir um helgar og svo verður áfram í allt sumar og fram í byrjun haust. Næstkomandi vetur verða ferðirnar hins vegar í boði alla vikuna og Þórdís Kolbrún, líkt og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að heppilegra hefði verið ef brottförunum hefði ekki fækkað í sumar. „Það væri í samræmi við stefnu stjórnvalda og helst vildum við sjá öflugt flug á heilsársgrundvelli. Áfangastaðir eru í mjög mörgum tilfellum framboðsdrifnir m.t.t. flugs og því er mikilvægt að opna fleiri áfangastaði á Íslandi, hvort heldur með beinu millilandaflugi eða greiðum tengingum við Keflavíkurflugvöll. Aftur nefni ég að viðbrögðin hafa verið jákvæð sem gefur okkur vísbendingu um að flugið geti eflst enn frekar,“ segir Þórdís Kolbrún.

Farþegum í innanlandsflugi fjölgar sáralítið

Fyrstu fjóra mánuði ársins fjölgaði farþegum á Keflavíkurflugvelli um 55,9% en aðeins um 1,2% á innanlandsflugvöllunum samkvæmt tölum Isavia. Hins vegar nam aukningin á Akureyrarflugvelli 9,2 prósent eða nærri 5.300 farþegum. En eins og kom fram hér að ofan þá nýttu um 2.700 farþegar sér Keflavíkurflugið frá Akureyrarflugvelli á því tímabili. Þetta nýja flug stóð því undir um helmingi af farþegaaukningunni fyrir norðan fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við farþegatölur frá Isavia og Air Iceland Connect. Túristi hefur óskað eftir upplýsingum um fjölda farþega á hverri flugleið en ekki fengið en þess háttar upplýsingar eru til að mynda opinberar í Bretlandi og í Danmörku. Þó hefur komið fram að tveir þriðju af farþegaaukningunni á Akureyrarflugvelli í mars kom til vegna fjölgunar í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …