Samfélagsmiðlar

Bindur vonir við Keflavíkurflug frá Ísafirði og Egilsstöðum

flugvel innanlands isavia

Ráðherra ferðamála segir viðbrögðin við fluginu milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar vera vísbendingu um að flugið geti eflst víðar. Hún segir stjórnvöld líka vinna að opnun fleiri gátta inn í landið. Ráðherra ferðamála segir viðbrögðin við fluginu milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar vera vísbendingu um að flugið geti eflst. Hún segir stjórnvöld líka vinna að opnun fleiri gátta inn í landið.
Í síðustu viku febrúarmánaðar hóf Air Iceland Connect að fljúga reglulega milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar en þess háttar áætlunarflug hefur hingað til aðeins verið í boði yfir sumarmánuðina. Samtals höfðu um 2700 farþegar sér þetta flug í lok apríl samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu og þar af voru útlendingar um sjö af hverjum tíu farþegum líkt og kom fram í grein Túrista. Þar var haft eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands að þetta flug væri gríðarlega mikilvæg viðbót fyrir ferðaþjónustuna fyrir norðan. En á öllum helstu alþjóðaflugvöllum í löndunum í kringum okkur geta farþegar tengt saman innanlands- og millilandaflug, öfugt við það sem hefur tíðkast hér á landi. 
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur talað fyrir betri dreifingu ferðamanna um landið og í svari til Túrista segir hún að þetta nýja áætlunarflug, milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar, vera jákvætt skref. „Það er sérstaklega mikilvægt yfir vetrarmánuðina þar sem ferðahegðun fólks er almennt öðruvísi en yfir sumarmánuðina og fólk dvelur almennt í skemmri tíma. Því er ennþá mikilvægara að flugsamgöngur séu greiðar og fólk komist á áfangastað á sem stystum tíma með sem minnstri fyrirhöfn. Viðbrögðin hafa verið jákvæð sem gefur okkur vísbendingu um að flugið geti eflst enn frekar.“
En telur ráðherra mikilvægt að efla innanlandsflug í tengslum við alþjóðflug um Keflavíkurflugvöll, til dæmis með tíðari ferðum og fleiri áfangastöðum? „Ég bind vonir við að flugleiðin Keflavík – Akureyri sé komin til að vera og vonandi verður hægt að fljúga á fleiri staði s.s. Egilsstaði og Ísafjörð í framhaldinu. Slíkt myndi gjörbreyta forsendum varðandi heilsársferðaþjónustu á þessum stöðum,“ segir Þórdís Kolbrún.

Stefnan að opna fleiri gáttir til landsins

Lengi hefur verið unnið að því að koma á reglulegu millilandaflugi frá Akureyri eða Egilsstöðum en sú vinna hefur litlum árangri skilað. Á síðasta kjörtímabili var svo settur á stofn flugþróunarsjóður sem ætlað er að styðja við millilandaflug á þessa tvo staði en reglum hans var nýverið breytt og nú er innanlandsflug, í tengslum við millilandaflug, líka gjaldgengt. Ráðherra ferðamála segir að hún telji ekki að nærtækara sé að efla flugsamgöngurnar frá Keflavík og út á land í stað þess að setja megin áherslu á beint millilandaflug frá Akureyri og Egilsstöðum. „Í mínum huga þarf það að ekki að vera annað hvort eða hvað þetta varðar. Stjórnvöld hafa markað þá stefnu að vinna að opnun fleiri gátta inn í landið með stofnun Flugþróunarsjóðs, auk þess sem landshlutarnir sjálfir hafa unnið ötullega að markaðssetningu sinna svæða. Ég held að það sé engin ástæða til að breyta um kúrs á þessu stigi og frekar ætti að líta á beint tengiflug frá Keflavík sem eitt púslið í heildarmyndinni. Frá sjónarhorni stjórnvalda er aðalatriðið að stuðningsaðgerðirnar séu skilvirkar og skili tilætluðum árangri.“

Vill sjá öflugt flug allt árið

Í maí hefur Keflavíkurflugið frá Akureyri takmarkst við brottfarir um helgar og svo verður áfram í allt sumar og fram í byrjun haust. Næstkomandi vetur verða ferðirnar hins vegar í boði alla vikuna og Þórdís Kolbrún, líkt og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir að heppilegra hefði verið ef brottförunum hefði ekki fækkað í sumar. „Það væri í samræmi við stefnu stjórnvalda og helst vildum við sjá öflugt flug á heilsársgrundvelli. Áfangastaðir eru í mjög mörgum tilfellum framboðsdrifnir m.t.t. flugs og því er mikilvægt að opna fleiri áfangastaði á Íslandi, hvort heldur með beinu millilandaflugi eða greiðum tengingum við Keflavíkurflugvöll. Aftur nefni ég að viðbrögðin hafa verið jákvæð sem gefur okkur vísbendingu um að flugið geti eflst enn frekar,“ segir Þórdís Kolbrún.

Farþegum í innanlandsflugi fjölgar sáralítið

Fyrstu fjóra mánuði ársins fjölgaði farþegum á Keflavíkurflugvelli um 55,9% en aðeins um 1,2% á innanlandsflugvöllunum samkvæmt tölum Isavia. Hins vegar nam aukningin á Akureyrarflugvelli 9,2 prósent eða nærri 5.300 farþegum. En eins og kom fram hér að ofan þá nýttu um 2.700 farþegar sér Keflavíkurflugið frá Akureyrarflugvelli á því tímabili. Þetta nýja flug stóð því undir um helmingi af farþegaaukningunni fyrir norðan fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við farþegatölur frá Isavia og Air Iceland Connect. Túristi hefur óskað eftir upplýsingum um fjölda farþega á hverri flugleið en ekki fengið en þess háttar upplýsingar eru til að mynda opinberar í Bretlandi og í Danmörku. Þó hefur komið fram að tveir þriðju af farþegaaukningunni á Akureyrarflugvelli í mars kom til vegna fjölgunar í flugi milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …