Samfélagsmiðlar

Hægt að innrita sig alla nóttina á Keflavíkurflugvelli

kef innritun

Farþegum gefst nú kostur á að tékka sig inn í morgunflug mun fyrr en ella. Um er að ræða tilraunaverkefni. Farþegum gefst nú kostur á að tékka sig inn í morgunflug mun fyrr en ella. Um er að ræða tilraunaverkefni. Ný veitingastaður opnnar í flugstöðinni síðar í mánuðinum.
Í nótt sem leið voru innritunarborðin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar opin frá miðnætti fyrir þá farþega Icelandair, WOW og Primera Air sem voru á leið í morgunflug. Sami háttur verður hafður á allar nætur júnímánaðar en um tilraun er að ræða til að draga úr biðröðum í morgunsárið. En jafnan eru hundruðir farþega mættir við innritunarborðin þegar þau opna og veldur það álagi fyrstu tíma dagsins samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Isavia. 
Fyrst um sinn er þessi næturinnritun einungis fyrir farþega þessara þriggja flugfélaga en langflestar ferðir í morgunsárið er einmitt á vegum Icelandair og WOW. Í dag voru til að mynda 27 brottfarir á dagskrá milli klukkan 6 og 8 og allar voru þær á vegum Icelandair og WOW air að jómfrúarferð Air Iceland Connect til Belfast undanskilinni.

Fyrsti „Pop-up“ staðurinn

Veitingastaðurinn Sbarro, sem meðal annars hefur útibú í Kringlunni og Smáralind, hefur verið valinn í tímabundið veitingarými sem sett verður upp í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem Isavia auglýsir eftir aðilum í tímabundið rými en fyrirkomulagið er þekkt á flugvöllum erlendis.
Fjórtán umsóknir bárust og fengu fimm þeirra tækifæri til að skila inn frekari gögnum fyrir valnefnd sem í sátu einn fulltrúi frá Isavia og tveir utanaðkomandi aðilar. Eftir nánari kynningu á fyrirkomulagi bárust upplýsingar frá tveimur áhugasömum aðilum. Við mat á gögnunum var tekið tillit til þeirra viðmiða sem sett voru fram í auglýsingu og þá sérstaklega hvað varðar þjónustu við þá farþega sem einungis millilenda hér á landi á leið sinni milli heimsálfa. Var til að mynda horft til þess að mikilvægt væri að veitingasöluaðilinn bæri fram veitingar sem neytendur þekkja og að afgreiðsla vörunnar væri bæði hröð og einföld. Valnefnd þótti Sbarro líklegasti aðilinn til að skila sem bestum árangri að teknu tilliti til fyrrgreindra viðmiða.
Næsta vor tekur svo nýr rekstraraðili við rýminu en umsóknarfrestur fyrir það tímabil rennur út 15. júní.

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …