Icelandair 82. besta flugfélag í heimi

Íslenska flugfélagið fellur um eitt sæti á lista yfir 100 bestu flugfélög í heimi.

icelandair 767 757

Íslenska flugfélagið fellur um eitt sæti á lista yfir 100 bestu flugfélög í heimi. Flugfélagið Qatar var í gær útnefnt besta flugfélag í heimi á World Travel Awards en þá var kynntur árlegur listi 100 bestu flugfélaga í heimi. En World Travel Awards eru oft kölluð óskarsverðlaun ferðaþjónustunnar og eru þau veitt á hinum ýmsu sviðum greinarinnar.
Verðlaunahátíðirnar fara fram jafnt og þétt yfir árið en á flugsýningunni í París í gær var listinn yfir bestu flugfélögin opinberaður en hann byggir á einkunnagjöf flugfarþega út um víða veröld en í heildina var lagt mat á 320 flugfélög. Tæpur þriðjungur þeirra komst svo á topplistann og þar er Icelandair í 82. sæti í ár en í fyrra var félagið einu sæti ofar. Ekkert annað íslensk flugfélag er á listanum eins og sjá má hér fyrir neðan.