Icelandair stokkar upp mark­aðs­sviðið

Fleiri verkefni til Íslands og fækkun millistjórnenda á erlendum starfsstöðvum flugfélagsins.

icelandair markads

Ábyrgð á sölu- og mark­aðs­málum Icelandair verður í auknum mæli færð til Íslands og mill­i­stjórn­endum mun fækka á erlendum starfstöðvum fyrir­tæk­isins. En líkt og Túristi greindi frá þá lokaði félagið nýverið sölu­skrif­stofum sínum í Stokk­hólmi, Ósló og Hels­inki. „Það er öllum fyrir­tækjum hollt að fara í gegnum skipu­lags­breyt­ingar og í því liggja fjöl­mörg tæki­færi. Með þessum breyt­ingum blæs flug­fé­lagið, sem fagnar 80 ára afmæli á þessu ári, til frekari sóknar með nýju og liprara skipu­lagi sem mun skerpa áherslur, auka skil­virkni og gera þjón­ustu okkar enn betri,“ segir Guðmundur Óskarsson, fram­kvæmda­stjóri Sölu- og mark­aðs­sviðs, í tilkynn­ingu.

Í nýju skipu­lagi hjá Icelandair taka þessir einstak­lingar við nýjum forstöðu­manna­stöðum; Jón Skafti Kristjánsson verður forstöðu­maður mark­aðs­deildar og nark­aðs­sam­skipta, Þórdís Anna Odds­dóttir verður yfir tekju­stýr­ingu, Ingi­björg Ásdís Ragn­ars­dóttir leiðir nýtt svið sem kallast notenda- og þjón­ustu­upp­lifun, Einar Páll Tómasson tekur við sölu­sviði, Sarah Unnsteins­dóttir verður forstöðu­maður þjón­ustu­vers og Árni Sigurðsson heldur áfram sem yfir­maður sölu­dreif­ingar líkt og hann hefur gert í um 20 ár. Hins vegar á eftir að ráða í stöðu forstöðu­manns sölu- og þjón­ustu um borð.