Samfélagsmiðlar

Burt í hvelli: Leitin að ódýrustu ferðunum úr landi

Það er þungskýjað víða um land og veðurspáin lofar ekki nógu góðu. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ef þú vilt komast í eitthvað betra þá kostar furðulítið að fljúga yfir á meginland Evrópu næstu daga. Sólarlandaferðir bjóðast líka á tilboði.

flug danist soh

Það er þungskýjað víða um land og veðurspáin lofar ekki nógu góðu en góðu fréttirnar eru þær að ef þú vilt komast í eitthvað betra þá kostar furðulítið að fljúga út. Það er útlit fyrir bongoblíðu í Búdapest um helgina og spáin fyrir París er álíka góð. Og til þessara beggja borga er hægt að fljúga á föstudag fyrir innan við 10 þúsund krónur. Ef þú getur hins vegar ekki beðið fram til föstudags þá er hægt að komast til London, Dusseldorf og Kaupmannahafnar á morgun fyrir innan við fimmtán þúsund. Úrvalið af ódýru flugi til Evrópu er töluvert fram yfir helgi og í sumum tilfellum þarf ekki að borga svo mikið í viðbót fyrir flug vestur um haf.
Hér má sjá hvaða flugfélög flúga hvert

Töskurnar hækka ódýrasta farið

Framboðið af þessum allra ódýrustu miðum takmarkast við lággjaldaflugfélögin en þau rukka öll aukalega fyrir innritaðan farangur. Það getur því stundum verið hagstæðara að fljúga með félögum sem bjóða þess háttar með flugsætinu ef handfarangurstaska nægir ekki. Það getur hins vegar verið snúið að finna þessa ódýru miða en leitarvélar eins og Momondo og Kiwi geta gert leitina auðveldari. Hjá Kiwi má t.d. leita eftir ódýrustu flugmiðunum á hverjum degi frá Keflavíkurflugvelli með því að velja „Anywhere“ sem áfangastað. Samkvæmt athugun Túrista eru tilboðsverðin sem þá birtast ekki öll fáanleg en Kiwi getur þó einfaldað leitina að ódýrustu flugmiðunum.
Túristi mælir með að fólk athugi líka hvað farmiðaverð er í boði hjá flugfélaginu sjálfur áður en miði er bókaður á leitarsíðum.

Sólarlandaferðir á tilboði

Ef hefðbundin sólarlandaferð hljómar betur en ferðalag á eigin vegum þá er hægt að finna töluvert af alls kyns pakkaferðum á Spánarstrendur og líka til Krítar. Ef þú vilt til að mynda leggja í hann í dag, á morgun eða í næstu viku er um ýmislegt að velja hjá Gaman-Ferðum, Úrval-Útsýn og Vita. Túristi uppfærir líka reglulega lista með tilboðsferðum á Spánarstrendur og til Krítar.

Líka hótelútsölur

Það eru ekki bara forsvarsmenn flugfélaga og ferðaskrifstofa sem bjóða afslætti þessa dagana því þá má líka finna gistingu í stórborgum, við strendur og í sveitum á tilboði. Í gær hófst til að mynda útsala hjá Hotels.com og bókunarsíðan er líka með sérstaka afslætti á sumardvalarstöðum. Á vef Expedia er svo að finna strandhótel á afslætti og hjá Booking.com eru uppfærð tilboð á hverjum degi. Það er hins vegar ágætis regla að kanna alltaf hvað kjör eru í boði ef bókað er beint á heimasíðu viðkomandi hótels.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …