Óvenju ódýrir flugmiðar til Alicante í júní

alicante

Þrátt fyrir að stutt sé í brottför þá er töluvert úrval af ódýrum farmiðum til Costa Blanca í júní. Þrátt fyrir að stutt sé í brottför þá er töluvert úrval af ódýrum farmiðum til Costa Blanca í júní. 
Í sumar bjóða þrjú flugfélög upp á reglulegt áætlunarflug til Alicante og hefur samkeppnin á þessari flugleið ekki áður verið eins mikil. Og það er ekki annað að sjá en að þetta aukna framboð á flugi héðan til spænsku borgarinnar hafi verulega áhrif á farmiðaverðið, alla vega núna í júní. Í dag má til dæmis finna flug, báðar leiðir, með öllum þremur félögum á undir 30 þúsund krónur. Hjá Norwegian kostar flugmiðar 19.-26.júní og 23.-30. júní tæpar 28 þúsund krónur og dagana 17.-25.júní og 24.júní-2.júlí rukkar WOW 29 þúsund krónur fyrir ódýrustu sætin. Með Primera Air er hægt að finna farmiða á 30 þúsund í lok mánaðar, t.d. 20.-28.júní. Í öllum tilvikum þarf hins vegar að borga aukalega fyrir innritaðan farangur. En með því að nota leitarvél Momondo má á einfaldan hátt bera saman kjörin hjá flugfélögunum þremur og sjá hvað kostar að fljúga með einu félagi út en öðru heim.
Þeir sem ætla að vera á ferðinni í júlí eða ágúst þurfa hins vegar að borga töluvert meira fyrir flugmiðana en verðið fellur svo á ný í september og október þegar skólarnir eru byrjaðir.

Vikuleiga á bíl á innan við 3 þúsund

Stór hluti þeirra sem ferðast á eigin vegum til Alicante kýs að hafa bíl til umráða í fríinu og þeir sem láta sér nægja bíl af minnstu gerð þurfa ekki að borga meira en um 3 þúsund krónur fyrir vikuleigu. Verðið er þó mismunandi á milli tímabila eins og sjá má þegar bókunarvél Rentalcars.com er notuð til að finna bílaleigubíla í Alicante. Hinir áhættufælnu sem vilja borga sig frá sjálfsábyrgð borga hins vegar töluvert aukalega fyrir fulla tryggingu.

Alls konar tilboð á gistingu og pakkaferðum

Það eru þó ekki aðeins flugfélögin sem bjóða upp á ferðir héðan til Alicante og nágrennis því það gera líka ferðaskrifstofurnar, bæði staka flugmiða en líka pakkaferðir, eins og hér má sjá. Þeir sem vilja heldur ferðast á eigin vegum hafa úr mörgum ólíkum áfangastöðum að velja í nálægð við flugvöllinn í Alicante og á vef Hotels.com er að finna tilboð á gistingu á nokkrum strandstöðum við Costa Blanca og einnig hjá Booking.com. Spænska hótelkeðjan H10 er líka með sérkjör á nokkrum gististöðum. Samansafn á vefsíðum sem miðla orlofshúsum má svo finna hér.