Samfélagsmiðlar

Ráðherra tilgreinir þrjá áskoranir í ferðaþjónustu sem vinna þarf að í sumar

Í lok sumars er ferðamálaráði ætlað að skila inn tillögum að aðgerðum varðandi óskráða gistingu, fólksflutninga erlendra fyrirtækja og stöðu ferðaþjónustunnar út á landi.

Í lok sumars er ferðamálaráði ætlað að skila inn tillögum að aðgerðum varðandi óskráða gistiþjónustu, fólksflutninga erlendra fyrirtækja og stöðu ferðaþjónustunnar út á landi. Hvernig má hindra svarta atvinnustarfsmi í gistiþjónustu, tryggja að erlend ferðaþjónustufyrirtæki starfi samkvæmt íslenskum reglum og stuðla að því að ferðamenn heimsæki landsbyggðina í auknum mæli? Þetta eru þær spurningar sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur óskað eftir því að ferðamálaráð komi með svar við í síðasta lagi í lok ágústmánaðar. En hlutverk ferðamálaráðs er meðal annars að veita ráðherra ráðgjöf og umsagnir um breytingar á lögum og reglum.

Óeðlilegt forskot óskráðrar gistingar

Í bréfi sem ráðherra sendi til ferðamálaráðs fyrir helgi er óskað eftir tillögum um viðbrögð við þessum þremur ofangreindu viðfangsefnum og þar er hvert og eitt þeirra skilgreint sérstaklega. Fyrsta verkefnið snýr að mögulegri misnotkun og óeðlilegu samkeppnisforskoti deilihagkerfisins á markaði fyrir gistingu. „Gerðar verði tillögur um aðgerðir til að hindra svarta atvinnustarfsemi í gistiþjónustu í deilihagkerfinu og metið verði hvort, og þá á hvaða hátt, lögleg en umsvifamikil starfsemi á þessu sviði hafi óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart hefðbundinni gistiþjónustu hvað varðar lagalegt umhverfi,“ segir í erindi ráðherra. En líkt og kom fram í frétt Túrista í vor þá seldi bandaríska gistimiðlunin Airbnb 1,3 milljónir gistinátta hér á landi í fyrra sem er þriðjungur allra hótelgistinga á Íslandi. Umsvif fyrirtækisins eru því mjög mikil hér á landi og tekjur íslenskra leigusala af sölu heimagistingar í gegnum Airbnb eru mun hærra en gerist og gengur í löndunum í kringum okkur.

Ólögmæt starfsemi í fólksflutningum og fararstjórn

Töluverð umræða hefur verið um sókn erlendra ferðaþjónustufyrirtækja á íslenska markaðnum og þá sérstaklega fyrirtækja sem flytja hingað eigin rútur og fararstjóra. Ferðamálaráði er ætlað að finna leiðir til að tryggja betur, en þegar er gert, að þessir aðilar fullnægi öllum kröfum sem þeim ber, meðal annars varðandi vinnurétt, gjöld, skráningu o.þ.h. „Metið verði hvort og þá með hvaða hætti þessir aðilar hafi óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum aðilum og hvort tilefni sé til að breyta lögum eða reglum til að koma í veg fyrir slíkt forskot“. Einnig skal metið hvort tilefni sé til að stemma stigu við þessari starfsemi með einhverjum hætti, til dæmis með auknum kröfum.

Styrking krónunnar veikir landsbyggðina

Verðlagsþróun hér á landi hefur verið erlendum ferðamönnum óhagstæð síðustu misseri. Íslenska krónan hefur t.a.m. styrkst um fjórðung gagnvart evru og um 38 prósent gagnvart breska pundinu sl. 2 ár. Í bréfi Þórdísar Kolbrúnar til ferðamálaráðs segir að gera megi ráð fyrir að þessar breytingar komi verst niður á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Af þeim sökum er óskað eftir tillögum um aðgerðir sem stjórnvöld geti gripið til að stuðla að því að ferðamenn heimsæki landsbyggðina í auknum mæli, til dæmis með samgöngubótum, markaðs- og kynningarstarfi, jöfnun aðstöðumunar með einhverjum hætti, eða öðrum aðgerðum. En eins og kom fram í svörum ráðherra ferðamála við spurningum Túrista nýverið þá bindur hún vonir við að hægt verði að bjóða upp á beint flug til Ísafjarðar og Egilsstaða frá Keflavíkurflugvelli líkt og nú er í boði til og frá Akureyri. „Slíkt myndi gjörbreyta forsendum varðandi heilsársferðaþjónustu á þessum stöðum,“ sagði Þórdís Kolbrún.

Í ferðamálaráði sitja Halldór Benjamín Þorbergsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Sævar Skaptason og Þórir Garðarsson tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar, Aldís Hafsteinsdóttir og Hjálmar Sveinsson tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ásbjörn Björgvinsson og Díana Mjöll Sveinsdóttir tilnefnd af Ferðamálasamtökum Íslands og Jón Ásbergsson tilnefndur af Íslandsstofu. Formaður er Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Eva Björk Harðardóttir er varaformaður en þær tvær voru skipaðar af Þórdísi Kolbrúnu í apríl sl.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …