Samfélagsmiðlar

Samkomulag við Rússa er forsenda fyrir Asíuflugi frá Íslandi

WOW air ætlar til Asíu en áður en hægt er að leggja í hann þarf að ganga frá samningi við stjórnvöld í víðfeðmasta land veraldar. 

Hong kong Chester Ho

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir að flugfélagið muni hefja beint flug til Asíu á næsta ári og nú sé unnið að því að ákveða hvaða áfangastaðir í heimsálfunni verði fyrir valinu. Þetta kom fram í viðtali Markaðarins við Skúla í fyrradag. Hingað til hefur áætlunarflug milli Íslands og Asíu ekki verið í boði þrátt fyrir að bæði kínversk, japönsk og sérstaklega flugfélög frá Miðausturlöndum hafi aukið verulega umsvif sín á hinum Norðurlöndunum. 
En áður en að hægt verður að leggja í jómfrúarferðina frá Íslandi til Austurlanda fjær þá þurfa íslensk stjórnvöld og WOW air að ná samkomulagi við Rússa um yfirflug enda varla hjá því komist að fljúga yfir Rússland á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli til fjölförnustu flughafnanna í Kína, Japan eða S-Kóreu. Viðræður um þess háttar samning áttu sér stað í Moskvu um mánaðarmótin og verður þeim haldið áfram á fundi hér á landi í september. Í Moskvu var hins vegar undirritað samkomulag sem felur í sér að hámarkstíðni flugferða milli landanna tveggja eykst úr þremur í sjö flug í viku og þremur nýjum áfangastöðum bætt við í Rússlandi fyrir íslensk flugfélög; Sochi, Vladivostok og Kaliningrad. Samkvæmt tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins sátu forsvarsmenn Air Atlanta, Icelandair og WOW air fundinn í Moskvu auk fulltrúa utanríkisráðuneytisins, samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og Samgöngustofu.

Gætu sett skilyrði um beint flug til Rússlands

Það mun þó ekki vera nóg að íslensk stjórnvöld nái samkomulag um yfirflug við Rússa því flugfélögin þurfa í framhaldinu að gera álíka samning hvert fyrir sig. Og samkvæmt heimildum Túrista þá eru líkur á því að Rússar setji það sem skilyrði að viðkomandi flugfélag hefji áætlunarflug til Rússlands á sama tíma og gengið er frá samkomulagi um flug yfir landið. Icelandair er eina flugfélagið sem haldið hefur úti áætlunarferðum hefur milli Íslands og Rússlands en sumarið 2013 og 2014 bauð félagið upp á flug til Sankti Pétursborgar. Forsvarsmenn rússneska flugfélagsins Transaro höfðu reyndar uppi áform um vikulegt flug til Íslands frá Moskvu fyrir þremur árum síðan ekkert varð úr þeim áformum enda fór flugfélagið á hausinn stuttu síðar.

Hvaða borgir í Asíu?

Það sem af er ári eru Kínverjar fjórða fjölmennsta þjóðin í hópi ferðamanna á Íslandi þrátt fyrir að þeir þurfi að millilenda í Evrópu á leið sinni hingað. Áhuginn á Íslandsferðum er því mikill í Kína og viðmælendur Túrista segja flug til Peking vera heppilegasta fyrsta skrefið fyrir íslenskt flugfélag í Asíu. Ekki aðeins vegna þess hve stór markaðurinn þar er heldur spilar þar einnig inn í að flugið héðan til höfuðborgarinnar tekur um 10 og hálfan tíma og þar með væri hægt að fljúga sömu þotunni fram og tilbaka innan sólarhrings. Flugið til Tókýó er einum klukkutíma lengra og til Hong Kong tekur 12 og hálfan tíma að flúga. En eins og Túristi greindi frá í vetur þá sýndu athuganir flugbókunarsíðunnar Skyscanner að mikill áhugi er á flugi frá Hong Kong til Íslands.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …