95 áætlunarferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli

Flugumferðin frá íslenska millilandaflugvellinum jókst um fimmtung í júní og helmingur viðbótarinnar var á vegum WOW air.

kef icelandair wow

Flugumferðin frá íslenska millilandaflugvellinum jókst um fimmtung í júní og helmingur viðbótarinnar var á vegum WOW air. Tuttugu og fjögur flugfélög héldu uppi áætlunarflugi til og frá Keflavíkurflugvelli í júní, þremur fleiri en á sama tíma í fyrra. Hlutfallslega jókst flugumferðina þó töluvert meira eða um fimmtung og að jafnaði voru farnar 95 áætlunarferðir á dag samkvæmt talningu Túrista. Ferðafjöldinn jókst um nærri fimm hundruð frá því í júní á síðasta ári og má rekja helmingin til aukinnar umsvifa WOW air. Icelandair bætti einnig töluvert við á meðan flugfélög eins og easyJet og Airberlin drógu aðeins saman seglin í júní.
Eins og sjá má á töflunni þá hefur hlutdeild flugfélaganna í júníumferðinni breyst töluvert síðustu ár.