Samfélagsmiðlar

Íslenskt hótel tilnefnt til „Óskarsins”

Reykjavík4you er tilnefnt í flokki bestu íbúðahótela Evrópu. Eigendurnar segja góðar umsagnir gesta vega þungt í ferlinu.

reykjavik4you

„Þetta er lítið fjölskyldurekið íbúðahótel í miðbænum sem við hjónin höfum reist frá grunni í orðsins fyllstu merkingu. Síðustu 9 ár höfum við byggt þau hús sem hótelið er rekið í og útbúið og innréttað allar íbúðirnar,” segir Bjarni Sævar Geirsson sem ásamt konu sinni, Svölu Óskarsdóttur, á og rekur Reykjavik4you í Þingholtunum.

Nú er gististaðurinn þeirra tilnefndur í flokki bestu íbúðahótela í Evrópu hjá World Travel Awards en þau verðlaun eru reglulega kölluð Óskarsverðlaun ferðaþjónustunnar.

Að sögn Bjarna Sævars þá er þessi tilnefning hluti af markaðssetningu fyrirtækisins. Þannig hefur Reykjavik4you tekið þátt í World Travel Awards síðustu þrjú ár ásamt fjölda annarra fyrirtækja á Íslandi en í ár sótti hótelið jafnframt um tilnefningu í Evrópuflokknum. „Við þurftum að skila inn gögnum og síðan kom útsendari frá þeim og kynnti sér hvað við höfum upp á að bjóða. Þyngst vega þó umsagnir þeirra gesta sem dvalið hjá okkur og þar er staða okkar sterk.”

Máli sínu til stuðnings bendir hann á að hótelið sé með fullt hús stiga á vegamiklum ferðasíðum. Reykjavik4you Apartments hefur til að mynda lengi verið í öðru sæti á lista Tripadvisor yfir hótel í Reykjavík og er þar með fullt hús stiga.

Uppbyggingunni ekki lokið

Í baklóðinni við Bergstaðastræti 12, þar sem Reykjavik4you er til húsa stendur Brenna, einn elsti steinbærinn í Reykjavík, og er áætlunin að endurbyggja hann í upprunalegri mynd og innrétta sem svítu. Það verkefni er unnið í samráði við Minjastofnun og segir Bjarni Sævar þau hjón vera meðvituð um hve mikil verðmæti felist í sögunni og þessi endurbygging sé einskonar framlag þeirra til varðveislu hennar.

„Við höfum verið að undibúa þetta verkefni í þó nokkurn tíma því það er að mörgu er að hyggja. Nú erum við búin að láta sérsmíða alla glugga og hurð í húsið eftir upprunalegri gerð og verið er að leggja lokahönd á teikningar og útfærslur.”

Áhugasömum um þessa endurbyggingu Brennu gefst kostur á að fylgjast með gangi mála á sérstakri Facebook síðu sem þau hjón halda úti í tengslum við verkefnið.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …