Samfélagsmiðlar

Íslenskt hótel tilnefnt til „Óskarsins”

Reykjavík4you er tilnefnt í flokki bestu íbúðahótela Evrópu. Eigendurnar segja góðar umsagnir gesta vega þungt í ferlinu.

reykjavik4you

„Þetta er lítið fjölskyldurekið íbúðahótel í miðbænum sem við hjónin höfum reist frá grunni í orðsins fyllstu merkingu. Síðustu 9 ár höfum við byggt þau hús sem hótelið er rekið í og útbúið og innréttað allar íbúðirnar,” segir Bjarni Sævar Geirsson sem ásamt konu sinni, Svölu Óskarsdóttur, á og rekur Reykjavik4you í Þingholtunum.

Nú er gististaðurinn þeirra tilnefndur í flokki bestu íbúðahótela í Evrópu hjá World Travel Awards en þau verðlaun eru reglulega kölluð Óskarsverðlaun ferðaþjónustunnar.

Að sögn Bjarna Sævars þá er þessi tilnefning hluti af markaðssetningu fyrirtækisins. Þannig hefur Reykjavik4you tekið þátt í World Travel Awards síðustu þrjú ár ásamt fjölda annarra fyrirtækja á Íslandi en í ár sótti hótelið jafnframt um tilnefningu í Evrópuflokknum. „Við þurftum að skila inn gögnum og síðan kom útsendari frá þeim og kynnti sér hvað við höfum upp á að bjóða. Þyngst vega þó umsagnir þeirra gesta sem dvalið hjá okkur og þar er staða okkar sterk.”

Máli sínu til stuðnings bendir hann á að hótelið sé með fullt hús stiga á vegamiklum ferðasíðum. Reykjavik4you Apartments hefur til að mynda lengi verið í öðru sæti á lista Tripadvisor yfir hótel í Reykjavík og er þar með fullt hús stiga.

Uppbyggingunni ekki lokið

Í baklóðinni við Bergstaðastræti 12, þar sem Reykjavik4you er til húsa stendur Brenna, einn elsti steinbærinn í Reykjavík, og er áætlunin að endurbyggja hann í upprunalegri mynd og innrétta sem svítu. Það verkefni er unnið í samráði við Minjastofnun og segir Bjarni Sævar þau hjón vera meðvituð um hve mikil verðmæti felist í sögunni og þessi endurbygging sé einskonar framlag þeirra til varðveislu hennar.

„Við höfum verið að undibúa þetta verkefni í þó nokkurn tíma því það er að mörgu er að hyggja. Nú erum við búin að láta sérsmíða alla glugga og hurð í húsið eftir upprunalegri gerð og verið er að leggja lokahönd á teikningar og útfærslur.”

Áhugasömum um þessa endurbyggingu Brennu gefst kostur á að fylgjast með gangi mála á sérstakri Facebook síðu sem þau hjón halda úti í tengslum við verkefnið.

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …