Samfélagsmiðlar

Metfjölgun ferðamanna skilar sér ekki í rúturnar við Leifsstöð

Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem bjóða upp á sætaferðir til og frá Keflavíkurflugvelli eru á sama máli um að hin mikla fjölgun ferðamanna í ár endurspeglist ekki í fjölda rútufarþega.

kef farthegar

Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem bjóða upp á sætaferðir til og frá Keflavíkurflugvelli eru á sama máli um að hin mikla fjölgun ferðamanna í ár endurspeglist ekki í fjölda rútufarþega. Fyrstu fimm mánuði ársins fjölgaði ferðamönnum hér á landi um 46,5 prósent samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mun meiri vöxtur en hefur verið á þessu tímabili síðustu ár en í Morgunblaðinu á fimmtudag var það haft eftir Kristjáni Daní­els­syni, fram­kvæmda­stjóra Kynn­is­ferða sem reka Flugrút­una, að hann ef­aðist um að taln­ing ferðamanna um Leifsstöð væri rétt. Ástæðan er sú að hinnu miklu fjölgunar ferðamanna í ár verður ekki vart í farþegatölum Flugrútunnar. „Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum ætti ávallt sam­bæri­legt hlut­fall ferðamanna að nýta Flugrút­una,“ sagði Kristján við Morgunblaðið. Benti hann jafnframt á að útlendingar sem búa hér á landi, til að mynda tímabundið vegna vinnu, eru taldir sem ferðamenn í hvert sinn sem þeir fljúga frá landinu og einnig þeir farþegar sem aðeins skipta um flugfélag á Keflavíkurflugvelli en gista ekki á landi. En líkt og Túristi vakti máls á í vor þá gæti fjöldi svokallaðra sjálftengifarþega, farþegar sem koma hingað með einu flugfélagi en fljúga samdægur burt með öðru, hafa aukist síðustu misseri og valdi nú meiri skekkju í ferðamannatalningum en áður.

Tölurnar haldast ekki lengur í hendur

Auk Flugrútunnar býður Airport Express upp á sætaferðir milli höfuðborgarinnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar allan sólarhringinn og samkvæmt upplýsingum frá Gray Line, sem rekur Airport Express, þá endurspeglast metfjölgun erlendra ferðamanna í ár ekki heldur í farþegatölum í áætlunarferðum fyrirtækisins til og frá Leifsstöð. Allt fram til síðasta árs hafi fjölgun farþega og erlendra ferðamanna hins vegar haldist í hendur en í fyrra varð breyting þar á og í ár hefur bilið breikkað enn frekar samkvæmt því segir í svari frá Airport Express.
Hvort meginskýring á því að rútufarþegum fjölgar hlutfallslega hægar en ferðamönnum séu sú að fleiri leigi bílaleigubíla nú en áður skal ósagt látið. En líkt og kannanir Túrista hafa sýnt þá hafa verðskrár bílaleiganna við Leifsstöð farið lækkandi. Hins vegar eru leigubílar dýrari kostur hér en til að mynda í nágrannalöndunum þegar ferðast er milli miðborgar og flugstöðvar.
Strætó býður einnig upp á ferðir til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar en fyrstu strætóferðirnar eru ekki nógu tímanlega fyrir morgunflug íslensku flugfélaganna. En á venjulegum degi er um þriðjungur allra brottfara frá Keflavíkurflugvelli á dagskrá í morgunsárið þar með er sá kostur fýsilegur fyrir stóran hluta flugfarþega.

Fjöldi sjálftengifarþega kannaður á næstunni

Vegna þeirrar umræðu sem varð í vor kjölfar umfjöllunar Túrista í vor um að fjöldi ferðamanna hér á landi væri hugsanlega ofmetinn, m.a. vegna fjölgunar sjálftengifarþega, þá sendu Ferðamálastofa og Isavia frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem meðal annars kom fram að gerð yrði sérstök úttekt á fjölda þeirra farþega sem aðeins millilenda á Keflavíkurflugvelli en skipta þar um flugfélag. Þessi hópur þarf í flestum tilfellum að sækja farangur sinn við komuna hingað og innrita sig á ný og fer þá í gegnum vopnaleitina þar sem talning Ferðamálastofu fer fram. Samkvæmt svari Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, mun fyrsta úttekt á fjölda sjálftengifarþega fara fram á fyrri hluta þessa mánaðar og verður hún gerð reglulega þar eftir til að greina hvort árstíðarsveiflur séu í stærð þessa farþegahóps.
Það eru vísbendingar um þess háttar sveiflur því samkvæmt könnun sem forsvarsmenn Fluglestarinnar létu gera meðal farþega í innritunarsal Leifsstöðvar þá var hlutfall hópsins 5.2% í júlí í fyrra en 2,2% í febrúar sl. samkvæmt því sem kom frá á Morgunvaktinni á RÚV í sumarbyrjun. Vægi þessa hóps er þó í raun tvöfalt hærra, til dæmis er Íri sem kemur hingað frá Dublin með WOW air og flýgur samdægurs með Icelandair til Denver talinn sem erlendur ferðamaður á leiðinni vestur um haf. En líka á leiðinni heim, fari hann aftur um Keflavíkurflugvöll og ferðist með meira en bara handfarangur.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …