Samfélagsmiðlar

Metfjölgun ferðamanna skilar sér ekki í rúturnar við Leifsstöð

Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem bjóða upp á sætaferðir til og frá Keflavíkurflugvelli eru á sama máli um að hin mikla fjölgun ferðamanna í ár endurspeglist ekki í fjölda rútufarþega.

kef farthegar

Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem bjóða upp á sætaferðir til og frá Keflavíkurflugvelli eru á sama máli um að hin mikla fjölgun ferðamanna í ár endurspeglist ekki í fjölda rútufarþega. Fyrstu fimm mánuði ársins fjölgaði ferðamönnum hér á landi um 46,5 prósent samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mun meiri vöxtur en hefur verið á þessu tímabili síðustu ár en í Morgunblaðinu á fimmtudag var það haft eftir Kristjáni Daní­els­syni, fram­kvæmda­stjóra Kynn­is­ferða sem reka Flugrút­una, að hann ef­aðist um að taln­ing ferðamanna um Leifsstöð væri rétt. Ástæðan er sú að hinnu miklu fjölgunar ferðamanna í ár verður ekki vart í farþegatölum Flugrútunnar. „Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum ætti ávallt sam­bæri­legt hlut­fall ferðamanna að nýta Flugrút­una,“ sagði Kristján við Morgunblaðið. Benti hann jafnframt á að útlendingar sem búa hér á landi, til að mynda tímabundið vegna vinnu, eru taldir sem ferðamenn í hvert sinn sem þeir fljúga frá landinu og einnig þeir farþegar sem aðeins skipta um flugfélag á Keflavíkurflugvelli en gista ekki á landi. En líkt og Túristi vakti máls á í vor þá gæti fjöldi svokallaðra sjálftengifarþega, farþegar sem koma hingað með einu flugfélagi en fljúga samdægur burt með öðru, hafa aukist síðustu misseri og valdi nú meiri skekkju í ferðamannatalningum en áður.

Tölurnar haldast ekki lengur í hendur

Auk Flugrútunnar býður Airport Express upp á sætaferðir milli höfuðborgarinnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar allan sólarhringinn og samkvæmt upplýsingum frá Gray Line, sem rekur Airport Express, þá endurspeglast metfjölgun erlendra ferðamanna í ár ekki heldur í farþegatölum í áætlunarferðum fyrirtækisins til og frá Leifsstöð. Allt fram til síðasta árs hafi fjölgun farþega og erlendra ferðamanna hins vegar haldist í hendur en í fyrra varð breyting þar á og í ár hefur bilið breikkað enn frekar samkvæmt því segir í svari frá Airport Express.
Hvort meginskýring á því að rútufarþegum fjölgar hlutfallslega hægar en ferðamönnum séu sú að fleiri leigi bílaleigubíla nú en áður skal ósagt látið. En líkt og kannanir Túrista hafa sýnt þá hafa verðskrár bílaleiganna við Leifsstöð farið lækkandi. Hins vegar eru leigubílar dýrari kostur hér en til að mynda í nágrannalöndunum þegar ferðast er milli miðborgar og flugstöðvar.
Strætó býður einnig upp á ferðir til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar en fyrstu strætóferðirnar eru ekki nógu tímanlega fyrir morgunflug íslensku flugfélaganna. En á venjulegum degi er um þriðjungur allra brottfara frá Keflavíkurflugvelli á dagskrá í morgunsárið þar með er sá kostur fýsilegur fyrir stóran hluta flugfarþega.

Fjöldi sjálftengifarþega kannaður á næstunni

Vegna þeirrar umræðu sem varð í vor kjölfar umfjöllunar Túrista í vor um að fjöldi ferðamanna hér á landi væri hugsanlega ofmetinn, m.a. vegna fjölgunar sjálftengifarþega, þá sendu Ferðamálastofa og Isavia frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem meðal annars kom fram að gerð yrði sérstök úttekt á fjölda þeirra farþega sem aðeins millilenda á Keflavíkurflugvelli en skipta þar um flugfélag. Þessi hópur þarf í flestum tilfellum að sækja farangur sinn við komuna hingað og innrita sig á ný og fer þá í gegnum vopnaleitina þar sem talning Ferðamálastofu fer fram. Samkvæmt svari Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, mun fyrsta úttekt á fjölda sjálftengifarþega fara fram á fyrri hluta þessa mánaðar og verður hún gerð reglulega þar eftir til að greina hvort árstíðarsveiflur séu í stærð þessa farþegahóps.
Það eru vísbendingar um þess háttar sveiflur því samkvæmt könnun sem forsvarsmenn Fluglestarinnar létu gera meðal farþega í innritunarsal Leifsstöðvar þá var hlutfall hópsins 5.2% í júlí í fyrra en 2,2% í febrúar sl. samkvæmt því sem kom frá á Morgunvaktinni á RÚV í sumarbyrjun. Vægi þessa hóps er þó í raun tvöfalt hærra, til dæmis er Íri sem kemur hingað frá Dublin með WOW air og flýgur samdægurs með Icelandair til Denver talinn sem erlendur ferðamaður á leiðinni vestur um haf. En líka á leiðinni heim, fari hann aftur um Keflavíkurflugvöll og ferðist með meira en bara handfarangur.

Nýtt efni
Veitingaþjónusta

Íslenskt atvinnulíf er mjög háð aðfluttu vinnuafli. Það á ekki síst við um ferðaþjónustuna. Umsvif hennar væru mun minni ef ekki kæmu hingað útlendingar þúsundum saman til starfa á ári hverju. Samkvæmt Hagstofunni voru 35.233 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi í júní 2023. Þar af voru um 15.500 útlendingar.  Heildartalan yfir þá sem …

Áætlunarflug milli Akureyrar og London hófst í lok október og síðan þá hafa þotur Easyjet flogið þessa leið tvisvar í viku en engin talning fer fram á fjölda ferðamanna á Akureyrarflugvelli öfugt við það sem tíðkast á Keflavíkurflugvelli. Til að meta fjölda breskra ferðamanna í beina fluginu þarf því að styðjast við gistináttatölur Hagstofunnar en …

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …