Samfélagsmiðlar

Fjölgun kanadískra ferðamanna snarstöðvast

Undanfarið ár hefur fjöldi ferðafólks frá Kanada á Íslandi tvöfaldast en í júní varð hins vegar samdráttur þrátt fyrir fleiri flugferðir og nýtt Íslandsflug Air Canada. Með aukinni umferð verður Keflavíkurflugvöllur sífellt betri samgöngumiðstöð fyrir farþega á leið milli Kanada og meginlands Evrópu.

kanada fani

Undanfarið ár hefur fjöldi ferðafólks frá Kanada á Íslandi tvöfaldast en í júní varð hins vegar samdráttur þrátt fyrir auknar flugsamgöngur og nýjar áætlunarferðir á vegum Air Canada hins til lands. Í júní voru hér 12.612 kanadískir ferðamenn og fækkaði þeim um 3,6 prósent frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Samdrátturinn er lítill milli síðustu júnímánaða en þessi niðursveifla er í engum takti við þá miklu aukningu sem hefur verið í komum ferðafólks frá Kanada síðastliðið ár. En í maí í fyrra fóru Icelandair og WOW air jómfrúarferðir sínar til Montreal og á sama tíma hóf WOW flug til Toronto. Frá þeim tíma hefur fjöldi kandadískra túrista hér á landi tvöfaldast (98%) og suma mánuði hefur aukningin verið um þreföld. Í maí sl. dró hins vegar úr aukningunni og nam hún þá 22 prósentum en í nýliðnum júní fækkaði kanadíska ferðafólkinu hér á landi sem fyrr segir.

Íslandsflugi Air Canada vel tekið

Þessi samdráttur á sér stað á sama tíma og flugumferð milli Íslands og Kanada eykst því í júní fjölgaði áætlunarferðum milli landanna tveggja um 17 prósent samkvæmt talningum Túrista. Þar vegur þungt nýtt áætlunarflug Air Canada en þetta stærsta flugfélag Kanada mun í sumar fljúga hingað frá bæði Montreal og Toronto. Peter Fitzpatrick, talsmaður kanadíska flugfélagsins, segir í svari við fyrirspurn Túrista að Íslandsflugið hafi fengið góðar móttökur og greinilega sé mikill áhugi á að því meðal Kanadamanna sækja Ísland heim. Hann segir þó of snemmt að segja til um hvort Ísland verði hluti af vetraráætlun félagsins í nánustu framtíð.
Þess má þó geta að Air Canada styðst við minni gerð af Airbus þotum í áætlunarflugi sínu til Íslands en þær rúma aðeins 136 farþega á meðan íslensku flugfélögin nota stundum breiðþotur í Kanadaflug sitt.

Gistinóttunum fækkar

Þegar þróunin í fjölda gistinótta Kanadabúa á íslenskum hótelum er skoðuð kemur í ljós að þeim hefur farið fækkandi í ár þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna frá Kanada. Túristi hefur áður bent á þetta ósamræmi en til að mynda rúmlega þrefaldaðist fjöldi kanadískra ferðamanna hér á landi í febrúar en gistinóttum þeirra á íslenskum hótelum fækkaði um nærri fimmtung í sama mánuði. Hafa ber í huga að hjá Hagstofunni eru aðeins til tölur yfir gistingar á hótelum í ár en ekki í annarri tegund gistingar og aukin ásókn í heimagistingu gæti skýrt muninn að einhverju leyti. En eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan þá hefur þróunin í komum Kanadabúa til Íslands verið allt önnur en kaupum þeirra á hótelgistingu hér á landi.

Mæla með millilendingu á Keflavíkurflugvelli

Í vetur hyggst Icelandair auka umsvifin í Kanada og fljúga allt árið um kring til Vancouver. Þar með verður ennþá fýsilegra fyrir íbúa Kanada að fljúga til meginlands Evrópu með millilendingu á Keflavíkurflugvelli en möguleikar á þess háttar tengingu eru nú þegar mjög miklir. Í fyrramálið koma til að mynda sjö farþegaþotur frá Kanada og geta farþegarnir flogið í nánast beinu framhaldi til tuga áfangastaða í Evrópu. Vinsælar flugbókunarsíður finna því í auknum mæli flug milli Kanada og Evrópu með stuttu stoppi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eru valkostirnir ekki aðeins bundnir við flug með Icelandair eða WOW air alla leið. Þannig mælir Kayak, ein vinsælasta flugleitarsíða í heimi, með því að sá sem ætlar að fljúga frá Toronto til Óslóar á morgun fljúgi hingað með Air Canada og stuttu síðar með Norwegian til Noregs. Ef ferðinni er hins vegar heitið frá Montreal til Helsinki á sunnudaginn þá er ódýrasti kosturinn, samkvæmt Kayak, flug með WOW frá Montreal sem lendir á Keflavíkurflugvelli klukkan fimm á mánudagsmorgni og svo áfram til höfuðborgar Finnlands klukkan hálf átta með Icelandair.

Sjálftengifarþegar taldir sem ferðamenn

Ef farþegarnir í dæmunum hér fyrir ofan ferðast með meira en handfarangur þurfa þeir að sækja töskurnar við komuna til Íslands og innrita sig svo í tengiflugið. Í framhaldinu fer farþeginn í gegnum vopnaleit og er þá talinn sem erlendur ferðamaður á Íslandi, jafnvel þó hann hafi aðeins stoppað í Leifsstöð í tvo til þrjá klukkutíma. En líkt og Túristi hefur fjallað um eru líkur á að fjölgun þessara sjálftengifarþega hafi aukist töluvert á Keflavíkurflugvelli. Það kann að skýra að einhverju leyti afhverju þróunin í fjölda gistinótta sumra þjóða á íslenskum hótelum er í litlu samræmi við fjölda ferðamanna frá viðkomandi landi, til dæmis frá Kanada.

Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …