Samfélagsmiðlar

Fjölgun kanadískra ferðamanna snarstöðvast

Undanfarið ár hefur fjöldi ferðafólks frá Kanada á Íslandi tvöfaldast en í júní varð hins vegar samdráttur þrátt fyrir fleiri flugferðir og nýtt Íslandsflug Air Canada. Með aukinni umferð verður Keflavíkurflugvöllur sífellt betri samgöngumiðstöð fyrir farþega á leið milli Kanada og meginlands Evrópu.

kanada fani

Undanfarið ár hefur fjöldi ferðafólks frá Kanada á Íslandi tvöfaldast en í júní varð hins vegar samdráttur þrátt fyrir auknar flugsamgöngur og nýjar áætlunarferðir á vegum Air Canada hins til lands. Í júní voru hér 12.612 kanadískir ferðamenn og fækkaði þeim um 3,6 prósent frá sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Samdrátturinn er lítill milli síðustu júnímánaða en þessi niðursveifla er í engum takti við þá miklu aukningu sem hefur verið í komum ferðafólks frá Kanada síðastliðið ár. En í maí í fyrra fóru Icelandair og WOW air jómfrúarferðir sínar til Montreal og á sama tíma hóf WOW flug til Toronto. Frá þeim tíma hefur fjöldi kandadískra túrista hér á landi tvöfaldast (98%) og suma mánuði hefur aukningin verið um þreföld. Í maí sl. dró hins vegar úr aukningunni og nam hún þá 22 prósentum en í nýliðnum júní fækkaði kanadíska ferðafólkinu hér á landi sem fyrr segir.

Íslandsflugi Air Canada vel tekið

Þessi samdráttur á sér stað á sama tíma og flugumferð milli Íslands og Kanada eykst því í júní fjölgaði áætlunarferðum milli landanna tveggja um 17 prósent samkvæmt talningum Túrista. Þar vegur þungt nýtt áætlunarflug Air Canada en þetta stærsta flugfélag Kanada mun í sumar fljúga hingað frá bæði Montreal og Toronto. Peter Fitzpatrick, talsmaður kanadíska flugfélagsins, segir í svari við fyrirspurn Túrista að Íslandsflugið hafi fengið góðar móttökur og greinilega sé mikill áhugi á að því meðal Kanadamanna sækja Ísland heim. Hann segir þó of snemmt að segja til um hvort Ísland verði hluti af vetraráætlun félagsins í nánustu framtíð.
Þess má þó geta að Air Canada styðst við minni gerð af Airbus þotum í áætlunarflugi sínu til Íslands en þær rúma aðeins 136 farþega á meðan íslensku flugfélögin nota stundum breiðþotur í Kanadaflug sitt.

Gistinóttunum fækkar

Þegar þróunin í fjölda gistinótta Kanadabúa á íslenskum hótelum er skoðuð kemur í ljós að þeim hefur farið fækkandi í ár þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna frá Kanada. Túristi hefur áður bent á þetta ósamræmi en til að mynda rúmlega þrefaldaðist fjöldi kanadískra ferðamanna hér á landi í febrúar en gistinóttum þeirra á íslenskum hótelum fækkaði um nærri fimmtung í sama mánuði. Hafa ber í huga að hjá Hagstofunni eru aðeins til tölur yfir gistingar á hótelum í ár en ekki í annarri tegund gistingar og aukin ásókn í heimagistingu gæti skýrt muninn að einhverju leyti. En eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan þá hefur þróunin í komum Kanadabúa til Íslands verið allt önnur en kaupum þeirra á hótelgistingu hér á landi.

Mæla með millilendingu á Keflavíkurflugvelli

Í vetur hyggst Icelandair auka umsvifin í Kanada og fljúga allt árið um kring til Vancouver. Þar með verður ennþá fýsilegra fyrir íbúa Kanada að fljúga til meginlands Evrópu með millilendingu á Keflavíkurflugvelli en möguleikar á þess háttar tengingu eru nú þegar mjög miklir. Í fyrramálið koma til að mynda sjö farþegaþotur frá Kanada og geta farþegarnir flogið í nánast beinu framhaldi til tuga áfangastaða í Evrópu. Vinsælar flugbókunarsíður finna því í auknum mæli flug milli Kanada og Evrópu með stuttu stoppi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eru valkostirnir ekki aðeins bundnir við flug með Icelandair eða WOW air alla leið. Þannig mælir Kayak, ein vinsælasta flugleitarsíða í heimi, með því að sá sem ætlar að fljúga frá Toronto til Óslóar á morgun fljúgi hingað með Air Canada og stuttu síðar með Norwegian til Noregs. Ef ferðinni er hins vegar heitið frá Montreal til Helsinki á sunnudaginn þá er ódýrasti kosturinn, samkvæmt Kayak, flug með WOW frá Montreal sem lendir á Keflavíkurflugvelli klukkan fimm á mánudagsmorgni og svo áfram til höfuðborgar Finnlands klukkan hálf átta með Icelandair.

Sjálftengifarþegar taldir sem ferðamenn

Ef farþegarnir í dæmunum hér fyrir ofan ferðast með meira en handfarangur þurfa þeir að sækja töskurnar við komuna til Íslands og innrita sig svo í tengiflugið. Í framhaldinu fer farþeginn í gegnum vopnaleit og er þá talinn sem erlendur ferðamaður á Íslandi, jafnvel þó hann hafi aðeins stoppað í Leifsstöð í tvo til þrjá klukkutíma. En líkt og Túristi hefur fjallað um eru líkur á að fjölgun þessara sjálftengifarþega hafi aukist töluvert á Keflavíkurflugvelli. Það kann að skýra að einhverju leyti afhverju þróunin í fjölda gistinótta sumra þjóða á íslenskum hótelum er í litlu samræmi við fjölda ferðamanna frá viðkomandi landi, til dæmis frá Kanada.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …