Samfélagsmiðlar

Bætt talning ferðamanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Þjóðerni sjötta hvers ferðamanns sem hingað kemur hefur verið á huldu, alla vega þegar litið er til talningar ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Stærð þessa hóps ætti hins vegar að dragast saman með ítarlegri talningu sem tekin var upp nýverið.

Þjóðerni sjötta hvers ferðamanns sem kemur hingað til lands hefur verið á huldu, alla vega þegar litið er til talningar ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Við vopnaleitina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þurfa flugfarþegar að sýna vegabréf þannig að hægt sé að flokka þá eftir þjóðernum. Þessi talning, sem framkvæmd er fyrir Ferðamálastofu, hefur lengi verið helsti mælikvarðinn á umsvifin í ferðaþjónustu landsins og eru niðurstöður talninganna birtar mánaðarlega. Þar er erlendu ferðalöngunum skipt upp eftir sautján þjóðernum og fólk frá öðrum þjóðum fer í flokkinn „aðrir“. Sá hópur hefur farið sístækkandi í takt við ferðamannastrauminn hingað til lands og í fyrra var þjóðerni 286 þúsund erlendra ferðamanna óþekkt. En í heildina voru ferðamenn hér rétt tæplega 1,8 milljónir á síðasta ári og það lætur því nærri að sjötti hver túristi sem hingað kemur fari í óskilgreinda hópinn.
Vægi hópsins hefur verið á þessu bili, 11 til 17 prósent, allt frá árinu 2002, þegar talning Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli hófst. Næst þegar ferðamannatölur verða kynntar eru hins vegar miklar líkur á að fækkað hafi í hópnum „aðrir“ því í sumarbyrjun var talningin bætt og nú munu í fyrsta sinn fást upplýsingar um fjölda ferðamanna frá Írlandi, Austurríki, Belgíu, Indlandi, Ísrael, Hong-Kong, Suður-Kóreu, Taívan, Singapúr, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Eystrarsaltslöndunum.

Helmingi minni vöxtur í fyrra

Gistináttatölur Hagstofu Íslands eru hins vegar greinanlegar eftir mun fleiri þjóðernum en talningin á Keflavíkurflugvelli. En öfugt við það sem tíðkast í mörgum öðrum löndum þá hafa upplýsingar um gistinætur ekki verið aðal mælistikann í ferðaþjónustunni hér á landi. Forsvarsmenn greinarinnar, ráðamenn og fjölmiðlar vísa nefnilega langoftast í talningu flugfarþega þegar umsvifin í ferðaþjónustunni eru til umræðu en ekki fjölda þeirra sem kaupa gistingu. Jafnvel þó ferðamaður sé skilgreindur sem sá sem gistir í landinu í að minnsta kosti í eina nótt samkvæmt vef Ferðamálastofu. Ef fjöldi gistinátta væri almennt notaður til að mæla vöxt íslensku ferðaþjónustunnar þá hefði hann verið rétt um 21,6% í fyrra eða helmingi minni en talningin á Keflavíkurflugvelli sagði til um.
Þess má geta að viðræður um ítarlegri talningu við vopnaleitina hafa átt sér stað milli Isavia og Ferðamálastofu um langt skeið en vorið 2015 sagði Túristi frá því að Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar hefðu óskað eftir því að ferðamenn yrðu flokkaðir betur en þá óttuðust forsvarsmenn Keflavíkurflugvallar að það yrði til þess að biðraðir við vopnaleit myndu lengjast.
TENGDAR GREINAR: Metfjöldi ferðamanna skilar sér ekki í rúturnar við LeifsstöðFærri hótelgistingar útlendinga

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …