Samfélagsmiðlar

Útlendingar taldir sem Íslendingar

Vægi innlendra hótelgesta er miklu lægra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Nú eru uppi vísbendingar um að íslenskir hótelgestir séu enn færri en talningar hafið gefið til kynna.

hotelrum nik lanus

Gistinætur á íslenskum hótelum námu nærri 3,9 milljónum í fyrra og þar af keyptu Íslendingar sjálfir um 400 þúsund nætur. Til einföldunar má því segja að í tíunda hverju hótelherbergi hér á landi gisti Íslendingur. Í Danmörku standa heimamenn undir um sex af hverjum tíu hótelnóttum og í Svíþjóð lætur nærri að þrír af hverjum fjórum hótelgestum séu Svíar. Fámennið hér á landi er líklegasta skýringin á þessum mismun en nú telur Hagstofan að fjöldi íslenskra hótelgesta, á íslenskum hótelum, kunni að vera ofmetinn. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar þar sem gistináttatölur fyrir júní eru kynntar en samkvæmt þeim fækkaði íslenskum gestum um 15 prósent í síðasta mánuði frá sama tíma í fyrra. Ástæðan fyrir þessum mikla samdrætti, samkvæmt Hagstofunni, er sú að nú hafi verið tekið upp breytt verklag við mat á áreiðanleika flokkunar gistinátta eftir þjóðernum. Og það hafi valdið breytingu á hlutfallinu milli erlendra og íslenskra gesta með fyrrgreindum afleiðingum. „Þessi fækkun íslenskra gistinátta milli ára skýrist að hluta af því að hlutfall þeirra gæti hafa verið ofmetið í fyrri tölum.“

Fleiri Íslendingar en eðlilegt getur talist

Upplýsingar um fjölda gistinótta eru lykiltölur í ferðaþjónustu og í svari Hagstofunnar, við fyrirspurn Túrista um ofangreint ofmat, segir að í innsendum gögnum frá stöku gististöðum hafi komið í ljós frávik í hlutfalli íslenskra og erlendra gesta miðað við aðra gististaði, sömu gerðar, á sama svæði. „Sérstaklega í þá áttina að skilað er inn hærra hlutfalli af íslenskum gistinóttum en telja má eðlilegt í samanburðinum og í sumum tilvikum má greina tímapunkt þar sem skyndileg breyting verður í hlutfalli þjóðerna í innsendum gögnum frá gististað.“ Í svarinu segir jafnframt að fyrst hafi verið tekið eftir þessu mynstri fyrir nokkrum mánuðum og fylgst hafi verið þessu með síðan þá og gistináttatölur síðustu tveggja mánaða hafi því verið enduráætlaðar. Hagstofan hefur jafnframt haft samband við viðkomandi gististaði til að finna leiðir til að bæta skilin á tölunum. „Í þeim samskiptum hefur komið í ljós að í sumum tilvikum er sjálfvalið í bókunarkerfi viðkomandi hótels að þjóðerni sé íslenskt ef ekkert annað er valið.“
Hagstofan ítrekar að þær gistináttatölur sem gefnar hafi verið út í ár séu bráðabirgðatölur og lokatölur verði ekki birtar fyrr en í lok vetrar 2018, eða fyrr ef ástæða er til.

Þjóðernið út frá heimilisfangi ferðaskrifstofu

Í samtölum Túrista við aðila í hótelgeiranum síðustu misseri hafa komið fram efasemdir um að gistináttatölur Hagstofunnar gefi rétta mynd af umsvifunum á hótelmarkaðnum. Ein ástæða sem nefnd hefur verið er sú að þegar íslensk ferðaskrifstofa pantar herbergi fyrir hóp af erlendum ferðamönnum þá eru allir gestirnir færðir til bókar sem Íslendingar þar sem heimilisfang ferðaskrifstofunnar er hér á landi. Það geti nefnilega verið of tímafrekt að breyta þjóðerni hvers og eins gestar í gistináttaskráningunni. Einnig mun það þekkjast að eigendur gististaða gefi sér ekki tíma í að fylla út gistináttaskýrslur.

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …