Samfélagsmiðlar

Útlendingar taldir sem Íslendingar

Vægi innlendra hótelgesta er miklu lægra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Nú eru uppi vísbendingar um að íslenskir hótelgestir séu enn færri en talningar hafið gefið til kynna.

hotelrum nik lanus

Gistinætur á íslenskum hótelum námu nærri 3,9 milljónum í fyrra og þar af keyptu Íslendingar sjálfir um 400 þúsund nætur. Til einföldunar má því segja að í tíunda hverju hótelherbergi hér á landi gisti Íslendingur. Í Danmörku standa heimamenn undir um sex af hverjum tíu hótelnóttum og í Svíþjóð lætur nærri að þrír af hverjum fjórum hótelgestum séu Svíar. Fámennið hér á landi er líklegasta skýringin á þessum mismun en nú telur Hagstofan að fjöldi íslenskra hótelgesta, á íslenskum hótelum, kunni að vera ofmetinn. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar þar sem gistináttatölur fyrir júní eru kynntar en samkvæmt þeim fækkaði íslenskum gestum um 15 prósent í síðasta mánuði frá sama tíma í fyrra. Ástæðan fyrir þessum mikla samdrætti, samkvæmt Hagstofunni, er sú að nú hafi verið tekið upp breytt verklag við mat á áreiðanleika flokkunar gistinátta eftir þjóðernum. Og það hafi valdið breytingu á hlutfallinu milli erlendra og íslenskra gesta með fyrrgreindum afleiðingum. „Þessi fækkun íslenskra gistinátta milli ára skýrist að hluta af því að hlutfall þeirra gæti hafa verið ofmetið í fyrri tölum.“

Fleiri Íslendingar en eðlilegt getur talist

Upplýsingar um fjölda gistinótta eru lykiltölur í ferðaþjónustu og í svari Hagstofunnar, við fyrirspurn Túrista um ofangreint ofmat, segir að í innsendum gögnum frá stöku gististöðum hafi komið í ljós frávik í hlutfalli íslenskra og erlendra gesta miðað við aðra gististaði, sömu gerðar, á sama svæði. „Sérstaklega í þá áttina að skilað er inn hærra hlutfalli af íslenskum gistinóttum en telja má eðlilegt í samanburðinum og í sumum tilvikum má greina tímapunkt þar sem skyndileg breyting verður í hlutfalli þjóðerna í innsendum gögnum frá gististað.“ Í svarinu segir jafnframt að fyrst hafi verið tekið eftir þessu mynstri fyrir nokkrum mánuðum og fylgst hafi verið þessu með síðan þá og gistináttatölur síðustu tveggja mánaða hafi því verið enduráætlaðar. Hagstofan hefur jafnframt haft samband við viðkomandi gististaði til að finna leiðir til að bæta skilin á tölunum. „Í þeim samskiptum hefur komið í ljós að í sumum tilvikum er sjálfvalið í bókunarkerfi viðkomandi hótels að þjóðerni sé íslenskt ef ekkert annað er valið.“
Hagstofan ítrekar að þær gistináttatölur sem gefnar hafi verið út í ár séu bráðabirgðatölur og lokatölur verði ekki birtar fyrr en í lok vetrar 2018, eða fyrr ef ástæða er til.

Þjóðernið út frá heimilisfangi ferðaskrifstofu

Í samtölum Túrista við aðila í hótelgeiranum síðustu misseri hafa komið fram efasemdir um að gistináttatölur Hagstofunnar gefi rétta mynd af umsvifunum á hótelmarkaðnum. Ein ástæða sem nefnd hefur verið er sú að þegar íslensk ferðaskrifstofa pantar herbergi fyrir hóp af erlendum ferðamönnum þá eru allir gestirnir færðir til bókar sem Íslendingar þar sem heimilisfang ferðaskrifstofunnar er hér á landi. Það geti nefnilega verið of tímafrekt að breyta þjóðerni hvers og eins gestar í gistináttaskráningunni. Einnig mun það þekkjast að eigendur gististaða gefi sér ekki tíma í að fylla út gistináttaskýrslur.

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …