Í sumar fljúga 24 flugfélög til og frá Keflavíkurflugvelli, þar af þrjú íslensk. En þó heimaflugfélögin séu fá þá standa þau undir átta af hverjum tíu ferðum sem er meira en gerist og gengur annars staðar í Evrópu.
Framboð á flugi til og frá Íslandi hefur aukist mjög hratt síðustu ár, ekki aðeins yfir sumarið heldur allt árið um kring. Það eru nefnilega ekki svo mörg ár síðan að það voru nær eingöngu Icelandair og Iceland Express sem héldu uppi nær öllum samgöngunum frá Keflavíkurflugvelli. En þrátt fyrir að Ísland sé nú hluti af leiðakerfi um 20 erlendra flugfélaga þá er það ennþá þannig að bróðurpartur allra flugferða, til og frá landinu, er á vegum þeirra íslensku.
Samkvæmt útreikningum OAG Schedules Analyser, sem flugritið Anna.aero greinir frá, þá verða í heildina í boði 3,5 milljónir flugsæta frá Íslandi í sumar (apríl til október) og 8 af hverjum tíu þeirra eru í þotum Icelandair og WOW air auk Air Iceland Connect. Í júní var vægi íslensku flugfélaganna samanlangt 78,3% samkvæmt talningu Túrista. Í engu öðru Evrópulandi er hlutdeild flugfélaga heimamanna eins mikil eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan en innan sviga eru heildarframboð flugsæti í sumaráætlun ársins.
Vægi innlendra flugfélaga hvergi meira en á Íslandi
Í sumar fljúga 24 flugfélög til og frá Keflavíkurflugvelli og þar af eru þrjú íslensk. En þó heimaflugfélögin séu fá þá standa þau undir átta af hverjum tíu ferðum sem er meira en gerist og gengur annars staðar í Evrópu.
