20 vinsælustu söfn í heimi

Nærri 108 milljónir manna heimsóttu þau 20 söfn sem njóta mestra vinsælda á heimsvísu í fyrra. Það er smá viðbót frá árinu á undan.

Að fara á safn er fastur liður í utanlandsreisum hjá mörgum. Ekki bara til að skoða heimsþekkt verk eins og Mónu Lísu á Louvre í París heldur líka til að fræðast um sögu gestgjafanna og menningu. Oftar en ekki er aðgangur að söfnunum ódýr eða jafnvel ókeypis eins og tíðkast til að mynda í höfuðborg Bandaríkjanna en þar eru einmitt 2 af þeim fimm söfnum í heiminum sem tóku á móti flestum í fyrra. Og reyndar er það svo að ekki þarf að borga inn á 10 af þeim 20 söfnum sem eru á listanum hér fyrir neðan samkvæmt samantekt Themed Entertainment Association.

20 vinsælustu söfnin í fyrra

 1. Þjóðarsafnið í Peking: 7.550.000 gestir
 2. National Air and Space Museum í Washington D.C: 7.500.000 gestir
 3. Louvre í París: 7.400.000 gestir
 4. National Museum of Natural History í Washington D.C: 7.100.000 gestir
 5. Metropolitian Museum of Art í New York: 6.700.000 gestir
 6. British Museum í London: 6.420.000 gestir
 7. Vísinda- og tæknisafnið í Sjanghæ: 6.316.000 gestir
 8. National Gallery í London: 6.263.000 gestir
 9. Vatíkansafnið, Vatíkanið: 6.067.000 gestir
 10. Tate nýlistasafnið í London: 5.839.000 gestir
 11. American Museum of Natural History í New York: 5.000.000 gestir
 12. National Palace safnið í Taívan: 4.666.000 gestir
 13. Natural History Museum í London: 4.624.000 gestir
 14. Natioan Gallery of Art í Washington D.C: 4.261.000 gestir
 15. Hermitagesafnið í St. Pétursborg: 4.119.000 gestir
 16. Tækni- og vísindasafnið í Peking: 3.830.000 gestir
 17. National Museum of American History í Washington D.C: 3.800.000 gestir
 18. Reina Sofía í Madríd: 3.647.000 gestir
 19. Þjóðarsafn Kóreu í Seoul: 3.396.000 gestir
 20. Centre Pompidou í París: 3.300.000 gestir