Samfélagsmiðlar

369 milljónir túrista fyrstu fjóra mánuði ársins

Það eru ekki bara Íslendingar sem eru meira á ferðinni því á heimsvísu fjölgaði ferðamönnum um 6 prósent. Norður-Evrópu nýtur áfram mikilla vinsælda.

ferdamenn cataratas do iguacu brazil henrique felix

Hér á landi fölgaði ferðafólki um rúmlega helming á fyrsta þriðjungi ársins samkvæmt talningu Ferðamálastofu og nam fjöldin nærri 606 þúsundum. Á heimsvísu voru ferðamennirnir hins vegar 369 milljónir á þessu tímabili sem er aukning um 21 milljón frá sama tíma í fyrra samkvæmt nýrri úttekt ferðamálastofnunnar Sameinuðu þjóðanna. Hlutfallslega nemur viðbótin sex af hundraði og líkt og síðustu ár er vöxturinn einna mestur í norðurhluta Evrópu eða 9 prósent. Þar leggur Ísland sitt að mörkum eins og tölurnar hér að ofan sýna þó vissulega sé íslenski markaðurinn lítill í evrópskum samanburði.

Af tölunum að dæma þá hefur ferðaþjónustan í löndum eins og Frakklandi og Belgíu náð sér á strik en hryðjuverk drógu úr áhuga ferðafólks á þessum svæðum í fyrra. Og sömu sögu er að segja af norðurhluta Afríku þar sem túristum fjölgaði um nærri fimmtung í janúar til apríl. Viðbótin í Suður-Ameríku var tvöfalt meiri en í Norður-Ameríku (3%) og þar gætir kannski áhrifa Donald J. Trump, Bandaríkjaforseta, en ferðafrömuðir vestanhafs hafa sagt að aðgerðir forsetans og orðræða muni draga úr áhuga útlendinga á að heimasækja Bandaríkin.

Íslendingar á ferðinni

Það eru ekki aðeins fleiri sem koma til Íslands nú en áður því ferðagleði Íslendinga sjálfra er í hæstu hæðum þessi misserin. Þannig flugu um 175 þúsund Íslendingar frá Keflavíkurflugvelli fyrstu fjóra mánuði ársins og ef miðað við þann fjölda þá hafa Íslendingar sjálfir staðið undir um 0,05 prósent af ferðamannastraumnum í heiminum. Hlutfallið er þó eitthvað hærra enda margir Íslendingar búsettir út í heimi og fara því ekki um Keflavíkurflugvöll þegar þeir fara til útlanda. Á móti kemur að Íslendingar búsettir út í heimi eru taldir sem heimamenn í talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …