Flugfloti WOW einn sá yngsti í Evrópu

Meðalaldur Airbus þota íslenska lággjaldaflugfélagsins er rétt um tvö ár og aðeins fjögur flugfélög í Evrópu hafa á að skipa yngri flugflota.

wow gma Friðrik Örn Hjaltested

Fyrir mánuði síðan tók WOW air í gagnið nýja Airbus A321neo flugvél og varð þar með fyrsta flugfélagið til að nota þess háttar þotu í áætlunarflug í Evrópu. Farþegaþoturnar sem fyrir voru hjá WOW air voru líka lítið notaðar því samkvæmt samantekt CH-Aviation er meðalaldur flugflota WOW air aðeins 2,05 ár. Yngsti flotinn er hins vegar hjá breska hluta Norwegian flugfélagsins en þær fimm þotur sem þar eru rétt ná eins árs meðalaldri en félagið býður upp á vetrarflug til Íslands frá London Gatwick. Næst yngsti flotinn er hjá þýska lággjaldaflugfélaginu Eurowings sem jafnframt flýgur til Íslands en aðeins yfir sumarmánuðina.