Samfélagsmiðlar

Geta engu svarað um framtíð Íslandsflugs Airberlin

Airberlin hefur lengi verið eitt umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en nú er uppi mikil óvissa um framhaldið og talsmaður félagsins segist ekkert geta sagt um áframhaldandi starfsemi þess á Íslandi.

airberlin 860

Forsvarsmenn Airberlin fóru fram á greiðslustöðvun í gær en þetta næst stærsta flugfélag Þýskalands hefur verið stórtækt í Íslandsflugi allt frá því að jómfrúarferðin hingað var farin sumarið 2006. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að þýska ríkið, Lufthansa og fleiri aðilar ætli að styðja rekstur félagsins næstu misseri og engar breytingar verði gerðar á flugáætluninni. En Airberlin flýgur til Keflavíkurflugvallar allt árið um kring frá Berlín og Dusseldorf og starfrækir jafnframt sumarflug hingað frá Munchen og Vínarborg, í samstarfi við dótturfélagið FlyNiki. Í svari frá Airberlin í dag, við fyrirspurn Túrista, segir að ekki sé hægt að gefa neinar upplýsingar um framtíð einstakra flugleiða eins og sakir standa og það eigi líka við flugið til Íslands.

Viðskiptavinir ferðaskrifstofa betur settir við gjaldþrot

Þar með fást ekki upplýsingar um hvort Airberlin muni halda Íslandsfluginu í vetur áfram en hins vegar er hægt að panta farmiða með félaginu héðan til bæði Berlínar og Dusseldorf næstu mánuði. Þeir sem eiga bókaða miða með Airberlin eða íhuga að kaupa far verða að hafa í huga að samkvæmt evrópskum reglum þá bæta tryggingar ekki tjón vegna gjaldþrota flugfélaga. Farþegar sem eiga ónotaða flugmiða geta hins vegar gert kröfu í þrotabú viðkomandi flugfélags og eins eru líkur á að kreditkortafyrirtæki geti endurgreitt miðaverðið. Öðru máli gegnir hins vegar um þá sem hafa keypt pakkaferð, t.d. hjá ferðaskrifstofu, því þá er ferðaskrifstofan ábyrg eins og lesa má á vef Samgöngustofu. Viðskiptavinir ferðaskrifstofa eru líka betur settir ef rekstur flugfélags stöðvast á meðan viðkomandi er í útlöndum því þá skal ferðaskrifstofan koma farþeganum heim. Þeir sem aðeins hafa keypt flugmiða verða hins vegar að koma sér heim fyrir eigin reikning og svo gera kröfu í þrotabúið.

Kostir í stöðunni fyrir Icelandair og WOW

Auk Airberlin þá flýgur WOW air einnig milli Íslands og höfuðborgar Þýskalands allt árið um kring og fyrstu þrjá mánuði ársins þá nýttu 41 prósent fleiri Íslendingar sér þessar áætlunarferðir en á sama tíma í fyrra. Í heildina fóru 2.389 Íslendingar til Berlínar á fyrsta ársfjórðungi og meira en helmingur þeirra var á ferðinni í mars þegar 40 Íslendingar á dag mættu til borgarinnar að jafnaði. Hlutfall íslenskra farþega í flugvélunum sem fljúga héðan til Berlínar er því ekki ýkja hátt og en það gæti þó verið tækifæri í því fyrir Icelandair að blanda sér á ný í baráttuna um farþega á leið milli Berlínar og Íslands en Icelandair flaug til Berlínar nokkur sumur á árunum fyrir hrun. Stærsti markaðurinn sem Airberlin myndi skilja eftir sig fyrir íslensku flugfélögin eru allir þeir sem vilja fljúga milli Berlínar og N-Ameríku en frá þýsku höfuðborginni flýgur Airberlin til Los Angeles, San Francisco, Miami, Chicago og New York. Allar þessar fimm borgir eru hluti að leiðakerfi WOW air en Icelandair flýgur aðeins til þeirra tveggja síðastnefndu. Það er líka ólíklegt að Airberlin haldi áfram að fljúga vestur um haf frá Berlín ef félagið endar í eigu Lufthansa, eins og forstjóra Ryanair þykir borðleggjandi, því allt Ameríkuflug Lufthansa fer fram frá Frankfurt og Munchen. Eins hefur þýska ríkisstjórnin gefið út að verðmæt lendingarleyfi Airberlin í Bandaríkjunum og víðar séu trygging fyrir því að þýska ríkið fái endurgreidd þau lán sem Airberlin hefur fengið til að halda rekstrinum gangandi á næstunni.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …