Samfélagsmiðlar

Geta engu svarað um framtíð Íslandsflugs Airberlin

Airberlin hefur lengi verið eitt umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en nú er uppi mikil óvissa um framhaldið og talsmaður félagsins segist ekkert geta sagt um áframhaldandi starfsemi þess á Íslandi.

airberlin 860

Forsvarsmenn Airberlin fóru fram á greiðslustöðvun í gær en þetta næst stærsta flugfélag Þýskalands hefur verið stórtækt í Íslandsflugi allt frá því að jómfrúarferðin hingað var farin sumarið 2006. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að þýska ríkið, Lufthansa og fleiri aðilar ætli að styðja rekstur félagsins næstu misseri og engar breytingar verði gerðar á flugáætluninni. En Airberlin flýgur til Keflavíkurflugvallar allt árið um kring frá Berlín og Dusseldorf og starfrækir jafnframt sumarflug hingað frá Munchen og Vínarborg, í samstarfi við dótturfélagið FlyNiki. Í svari frá Airberlin í dag, við fyrirspurn Túrista, segir að ekki sé hægt að gefa neinar upplýsingar um framtíð einstakra flugleiða eins og sakir standa og það eigi líka við flugið til Íslands.

Viðskiptavinir ferðaskrifstofa betur settir við gjaldþrot

Þar með fást ekki upplýsingar um hvort Airberlin muni halda Íslandsfluginu í vetur áfram en hins vegar er hægt að panta farmiða með félaginu héðan til bæði Berlínar og Dusseldorf næstu mánuði. Þeir sem eiga bókaða miða með Airberlin eða íhuga að kaupa far verða að hafa í huga að samkvæmt evrópskum reglum þá bæta tryggingar ekki tjón vegna gjaldþrota flugfélaga. Farþegar sem eiga ónotaða flugmiða geta hins vegar gert kröfu í þrotabú viðkomandi flugfélags og eins eru líkur á að kreditkortafyrirtæki geti endurgreitt miðaverðið. Öðru máli gegnir hins vegar um þá sem hafa keypt pakkaferð, t.d. hjá ferðaskrifstofu, því þá er ferðaskrifstofan ábyrg eins og lesa má á vef Samgöngustofu. Viðskiptavinir ferðaskrifstofa eru líka betur settir ef rekstur flugfélags stöðvast á meðan viðkomandi er í útlöndum því þá skal ferðaskrifstofan koma farþeganum heim. Þeir sem aðeins hafa keypt flugmiða verða hins vegar að koma sér heim fyrir eigin reikning og svo gera kröfu í þrotabúið.

Kostir í stöðunni fyrir Icelandair og WOW

Auk Airberlin þá flýgur WOW air einnig milli Íslands og höfuðborgar Þýskalands allt árið um kring og fyrstu þrjá mánuði ársins þá nýttu 41 prósent fleiri Íslendingar sér þessar áætlunarferðir en á sama tíma í fyrra. Í heildina fóru 2.389 Íslendingar til Berlínar á fyrsta ársfjórðungi og meira en helmingur þeirra var á ferðinni í mars þegar 40 Íslendingar á dag mættu til borgarinnar að jafnaði. Hlutfall íslenskra farþega í flugvélunum sem fljúga héðan til Berlínar er því ekki ýkja hátt og en það gæti þó verið tækifæri í því fyrir Icelandair að blanda sér á ný í baráttuna um farþega á leið milli Berlínar og Íslands en Icelandair flaug til Berlínar nokkur sumur á árunum fyrir hrun. Stærsti markaðurinn sem Airberlin myndi skilja eftir sig fyrir íslensku flugfélögin eru allir þeir sem vilja fljúga milli Berlínar og N-Ameríku en frá þýsku höfuðborginni flýgur Airberlin til Los Angeles, San Francisco, Miami, Chicago og New York. Allar þessar fimm borgir eru hluti að leiðakerfi WOW air en Icelandair flýgur aðeins til þeirra tveggja síðastnefndu. Það er líka ólíklegt að Airberlin haldi áfram að fljúga vestur um haf frá Berlín ef félagið endar í eigu Lufthansa, eins og forstjóra Ryanair þykir borðleggjandi, því allt Ameríkuflug Lufthansa fer fram frá Frankfurt og Munchen. Eins hefur þýska ríkisstjórnin gefið út að verðmæt lendingarleyfi Airberlin í Bandaríkjunum og víðar séu trygging fyrir því að þýska ríkið fái endurgreidd þau lán sem Airberlin hefur fengið til að halda rekstrinum gangandi á næstunni.

Nýtt efni

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …