Guðrún skipuleggur Flórídafrí fyrir Íslendinga

FERÐAKYNNING

Guðrún Ingibjörg hefur verið búsett í Flórída í 23 ár og rekur þar sína eigin ferðaskrifstofu. Hún hefur mikla reynslu af því að vera íslensku ferðafólki innan handar og þekkir því vel hvað kröfur landinn gerir, til að mynda varðandi gistingu og getur aðstoðað við leit að vel staðsettu húsnæði í Orlandó eða annars staðar á Flórídaskaganum.
Guðrún sérhæfir sig í sölu á skemmtisiglingum um allan heim og tekur jafnframt að sér fararstjórn fyrir íslenska hópa á leið í siglingu, t.d. um Karabíska hafið frá Flórída.

Á heimasíðunni Flórídafrí.com má finna ítarlegri upplýsingar um þá þjónustu sem Guðrún getur veitt Íslendingum á leið í frí á Flórídaskaganum eða setja stefnuna á siglingu.