Afsláttur af Viceroy við Central Park

Það er örugglega bannað að reykja á þessu fína hóteli í New York jafnvel þó það beri sama heiti og frægur sígarettuframleiðandi.

Myndir: Tablet Hotels

Rétt við Central Park, skammt frá Carnegie Hall og Moma stendur hið 240 herbergja Viceroy hótel. Staðsetning er því ansi góð fyrir þá sem vilja kynna sér fínni hliðar Manhattan og þá er örugglega gaman að búa á flottu hóteli eins og Viceroy. Gistingin þar kostar hins vegar að lágmarki um 40 þúsund krónur en þessa dagana býðst þar 20% afsláttur út febrúar ef bókað í gegnum Tablet Hotels. En allt árið um kring fljúga Delta, Icelandair og WOW air héðan til New York. Framboð á flugi þangað hefur því aldrei verið meira og stundum má finna flugmiða, báðar leiðir, á innan við 50 þúsund jafnvel þó farangur sé innritaður.

Hjá Tablet Hotels eru líka á boðstólum afslættir á fleiri hótel í New York, Miami, San Francisco, Portland, París, London, Madríd og víðar.