Hótelnóttum útlendinga fækkaði alls staðar nema á Suðurnesjum og Suðurlandi

Gríðarleg aukning í hótelgistingu á Suðurnesjum í ár en á sama tíma fækkar gistinóttunum víðast hvar annars staðar.

hotelrum nik lanus

Í júlí voru gistinæturnar á íslenskum hótelum rúmlega 455 þúsund talsins sem var aukning  um fjórðung frá sama tíma árið 2015. Í júlí síðastliðnum fjölgaði gistinóttunum miklu minna eða um 2,3% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Útlendingar stóðu undir 92% af öllum viðskiptum við íslensku hótelin í síðasta mánuði og fjölgaði erlendu gestunum aðeins á Suðurnesjum og á Suðurlandi. Viðbótin nam tveimur þriðju á Suðurnesjum og tíund á Suðurlandi en aftur á móti fækkaði útlendingunum á hótelum á Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan.