Pragfluginu verður haldið áfram

Forsvarsmenn stærsta flugfélag Tékklands eru ánægðir með fyrstu sumarvertíð sína hér á landi og eru þegar farnir að selja sæti í áætlunarferðir hingað á næsta ári.

Þó Prag hafi lengi verið ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu þá hefur Íslendingum aldrei staðið til boða áætlunarflug þangað ef frá er talið eitt sumar á vegum Iceland Express. Síðustu mánuði hafa hins vegar bæði Czech Airlines og Wizz Air boðið upp á áætlunarflug milli Íslands og Prag og hjá fyrrnefnda flugfélaginu ríkir það mikil ánægja með flugleiðina að sala er hafin á sætum í ferðir næsta sumars. „Flugið til Íslands hefur hingað til staðið undir þeim væntingum sem við gerðum og því gerum við ráð fyrir taka upp þráðinn að nýju næsta sumar,“ segir Daniel Sabik, talsmaður Czech Airlines í svari til Túrista. Ódýrustu farmiðarnir kosta rétt tæpar 15 þúsund krónur en borga þarf aukalega fyrir innritaðan farangur.

Tékkneska flugfélagið er eitt þeirra sem flýgur frá Íslandi í kringum miðnætti og eru farþegarnir því lentir í Prag í morgunsárið. Síðasta ferð ársins hjá Czech Airlines frá Íslandi verður  26. september. En hins vegar flýgur Wizz Air hingað frá Prag í allan vetur.