Samfélagsmiðlar

Reikna með að fleiri nýtir sér sætaferðir

Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir óumflýjanlegt að verð í Flugrútuna hækki í kjölfar útboðs Isavia á aðstöðu fyrir hópferðabíla við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Talsmaður Isavia segist þó búast við að hærra hlutfall flugfarþega nýti sér áætlunarferðir milli höfuðborgarinnar og Keflavíkurflugvallar.

flugrutan

Að jafnaði nýta hátt í tvö þúsund farþegar á dag sér sætaferðirnar frá Keflavíkurflugvelli til höfuðborgarinnar en farið með Flugrútunni kostar 2.500 kr. en er hundrað krónum ódýrara er hjá Gray Line. Það er hins vegar viðbúið að farmiðinn hjá Flugrútunni hækki í kjölfar nýafstaðins útboðs Isavia, á aðstöðu fyrir hópferðabíla í og við Leifsstöð, líkt og kom fram í viðtali Túrista við Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða í vikunni. Forsvarsmenn Kynnisferða, sem reka Flugrútuna, buðu nefnilega langhæst í útboðinu og hljómaði tilboðið upp á 41,2 prósent af tekjum Flugrútunnar af akstri frá Keflavíkurflugvelli en Isavia fór fram á minnst fimmtung. Miðað við núverandi verðskrá Flugrútunnar þá mun fyrirtækið greiða um 1000 krónur af hverjum farmiða til Isavia eða nærri sexfalt hærra en það 173 kr. farangursgjald sem fyrirtækið gerir í dag. Hópbílar áttu næst hæsta tilboðið og mun Isavia fá þriðjung af veltu fyrirtækisins af akstri frá Keflavíkurflugvelli. Tekjur Isavia af rútustæðunum fyrir framan komusalin gætu þar af leiðandi hækka úr 100 milljónum í 700 milljónir á ári samkvæmt útreikningum Túrista.

Fyrirtækin bjóða miðað við sínar forsendur

Aðspurður segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, ekki gera ráð fyrir því að þessar fyrirhuguðu verðhækkanir Flugrútunnar verði til þess að færri nýtt sér sætaferðirnar. Guðni bendir jafnframt á að fyrirtækin bjóði í takt við það sem þeim þykir eðlilegt, út frá sínum áætlunum, því þau sjái sér hag í þeirri aðstöðu sem er í boði. „Í útboðinu voru ákveðnar kröfur um þjónustu og í útboðsgögnum sagði meðal annars að „verð til farþega skulu vera samkeppnishæf og í samræmi við það sem gengur og gerist á markaði“. Að öðru leyti er það að sjálfsögðu fyrirtækjanna að sjá um að verðleggja og kynna sína vöru. Við búumst ekki við öðru en að þau fyrirtæki sem best buðu í þessa aðstöðu haldi verði samkeppnishæfu, þannig að farþegar velji að nota þjónustuna. Farþegar hafa auðvitað aðra kosti líka og ekki er sérleyfi um akstur hópferðabifreiða á Reykjanesbrautinni. Við teljum ekki líklegt að þeim fjölgi sem noti einkabílinn og gerum frekar ráð fyrir að hlutfall þeirra farþega sem noti áætlunarferðir aukist,“ segir Guðni og bætir því við að hjá Isavia hafi verið búist við því að fá góð tilboð. Það sem kom helst á óvart var að ekki hafi komið fleiri tilboð en þrjú.

Boðar áframhaldandi samkeppni

Þriðja fyrirtækið sem tók þátt í útboðinu var Gray Line sem hefur um árabil boðið upp á sætaferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Forsvarsmenn fyrirtækisins buðu Isavia um fjórðung af veltu sem er nokkru lægra en Kynnisferðir og Hópbílar eru til í að greiða. Gray Line fær því ekki aðstöðu fyrir sölubás inní komusal Leifsstöðvar né aðgang að rútustæðunum þar fyrir framan frá og með 1. mars nk. Morgunblaðið hafði það hins vegar eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line,  að fyrirtækið muni þrátt fyrir það halda áfram að bjóða upp á sætaferðir frá Keflavíkurflugvelli. Það verði gert frá rútustæðunum sem eru aftan við skammtímabílastæðin en þaðan fara líka áætlunarferðir Strætó frá flugstöðinni. Fyrir þá aðstöðu greiða Gray Line og Strætó ekki að veltugjald líkt og Kynnisferðir og Hópbílar munu þurfa að gera. Fyrirtækin sitja svo öll við sama borð þegar kemur að afnotum af rútustæðum við brottfararsal.
Það stefnir því í meiri samkeppni í sætaferðum til og frá Keflavíkurflugvelli á næsta ári en verið hefur þó viðbúið sé að farmiðar Flugrútunnar muni hækka. Samkvæmt svari frá Hópbílum þá hafa ekki verið teknar endanlegar ákvarðanir um verðlagningu á farmiðum í áætlunarferðunum né stoppistöðvar. En í útboðslýsingu er gerð krafa um að rútufyrirtækin bjóði upp á umferðamiðstöð á höfuðborgarsvæðinu.

Nýtt efni

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …