Stysta leiðin til Stokkhólms

Hraðlestin sem gengur milli Arlanda flugvallar í miðborgar Stokkhólms er þægilegur kostur og í kringum helgar eru miðarnir á sérkjörum.

arlanda express a
Kynning

Arlanda, stærsti flugvöllur Svíþjóðar, er álíka langt í burtu frá Stokkhólmi og Keflavíkurflugvöllur er frá höfuðborginni. Ferðalagið á milli tekur því um þrjú korter í bíl eða rútu en svo gengur líka hraðlestin Arlanda Express á milli flugstöðvarinnar og aðallestarstöðvarinnar við Vasagatan í Stokkhólmi.

Ódýrara um helgar og yfir sumarið

Ferðalagið með Arlanda Express tekur rétt tæpar tuttugu mínútur og kostar miðinn 280 sænskar. Þeir sem eru á ferðinni í borginni fimmtudaga til sunnudaga, auk rauðra daga, borga hins vegar minna ef fleiri en einn ferðast saman. Þá kostar 350 sænskar fyrir tvo farþega, þrír greiða 450 sænskar og fjórir deila 550 sænskum á milli sín. Börn yngri en 17 ára fá frítt far. Frá 21. júní til 26. ágúst bjóðast svo ennþá betri kjör. Þá borga 2 saman 300 krónur.
Arlanda Express stoppar við aðallestarstöðina í Stokkhólmi og þar er hægt er að komast beint í neðanjarðarlest og almenna lestarkerfið.
SJÁ HEIMASÍÐU ARLANDA EXPRESS