Áætlunarflug til 57 erlendra borga og Akureyrar

Nokkrir nýir áfangastaðir bætast við leiðakerfi flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli í vetur.

flugvel john cobb

Í lok október hefst vetraráætlun flugfélaganna og dagskrá Keflavíkurflugvallarí vetur er áætlunarflug til 36 evrópskra borga, 19 borga í N-Ameríku, Tel Aviv í Ísrael og svo til Akureyrar. Í heildina eru þetta 57 áfangastaðir en auk Tel Aviv hefur ekki áður verið flogið héðan yfir vetrarmánuðina til Vancouver, Pittsburgh, Katowice, Prag, Tampa, Wroclaw, Miami og Zurich. Áætlunarflugið skiptist á milli 14 flugfélaga og nýliðarnir í þeim hópi eru Finnair og Lufthansa. Frá Reykjavíkurflugvelli flýgur svo Air Iceland Connect til Nuuk, Kulusuk og Nerleriat Innat á Grænlandi en flugið til þess síðastnefnda flugvallarins er í samvinnu við Norlandair á Akureyri.

Upplýsingar um hvaða flugfélag flýgur hvert má sjá á tölfunni hér fyrir neðan og í þeim flugleiðum þar sem samkeppni er um farþegana mælir Túristi með leitarvél Momondo til að bera saman verð og flugáætlanir. Í Belfast, Berlín, Washington, New York og London lenda flugfélögin á mismunandi flugvöllum.

Þess ber að geta í upptalningunni eru aðeins þeir áfangastaðir sem flogið verður til í allan vetur eða stóran hluta hans. Jóla- og áramótaflug og leiguflug á vegum ferðaskrifstofa eru ekki tekin með.