Samfélagsmiðlar

Beint til Zurich í allan vetur

Skíðaáhugafólk á leið í Alpana hefur úr meiru að moða í vetur því fjölmennasta borg Sviss er nú heilsársáfangastaður hjá Icelandair.

Hingað til hefur Icelandair gert hlé á áætlunarferðum sínum til Zurich yfir vetrarmánuðina en á því verður nú breyting því í allan vetur mun flugfélagið bjóða upp á ferðir til stærstu borgar Sviss alla fimmtudaga og sunnudaga. Þar með fjölgar valkostunum fyrir þá sem vilja fljúga beint til Alpanna í vetur en frá flugvellinum í Zurich eru almenningssamgöngur upp í helstu skíðasvæði Svisslendinga með miklum ágætum. Þaðan er til dæmis hægt að ná lest upp í Saas Fe og Zermatt og jafnvel til Verbier þó vissulega sé styttra þangað frá Genf. Hins vegar er leggjast flugsamgöngurnar milli Genfar og Íslands af yfir veturinn og hlé er gert á ferðunum til Basel frá lokum október fram í byrjun febrúar.

Framboð á flugi héðan til flugvalla í nágrenni við Alpanna hefur verið lítið en WOW air fer þó vikulega til Salzburg í Austurríki og Icelandair flýgur daglega til Munchen en þýska borgin er ágætlega staðsett fyrir skíðaáhugafólk. Auk þess bjóða ferðaskrifstofur upp á alls kyns skíðaferðir og í þeim er oft farið með leiguflugi Icelandair til Verona á Ítalíu. Hið nýja vetrarflug til Zurich er því vafalítið kærkomin viðbót við flóruna en samkvæmt athugun Túrista kosta ódýrustu farmiðarnir rétt um 40 þúsund krónur, báðar leiðir. Hjá Icelandair geta farþegar nýtt farangursheimildina fyrir skíði og þurfa þá ekki að borga aukalega undir þau svo lengi sem allur annar búnaður kemst fyrir í handfarangri.

Beint flug til Zurich kemur þó ekki bara íslenskum skíðaáhugamönnum vel því borgin sjálf er skemmtileg heim að sækja þó verðlagið sé í hærri kantinu. Bæjarstaðið er glæsilegt, gamli miðaldarbærinn er fallegur og vel varðveittur og endurnýjun iðnaðarsvæðisins í vesturhluta borgarinnar er mjög forvitnileg og vel lukkuð.

SJÁ VEGVÍSI FYRIR ZURICH

 

 

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …