Stöðugt verðlag á bílaleigunum í Flórída

Það þarf ekki alltaf að ganga frá pöntun á bílaleigubílum með löngum fyrirvara.

florida fort myers
Ferðamálaráð Fort Myers

Það munu vafalítið margir Íslendingar halda til Flórída á næstunni enda löng hefð fyrir vetrarferðum til sólarfylkisins. Í vetur er framboð á flugi þangað miklu meira en áður því nú er ekki aðeins flogið til Orlando frá Keflavíkurflugvelli heldur líka Miami og Tampa. Og þeir sem vilja hafa bíl til umráða í Flórídaferðinni mega gera ráð fyrir að vikuleiga á bíl í vetur kosti að lágmarki 20 þúsund krónur fyrir meðalstóran bíl. En eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan þá hafa sveiflur á leiguverðinu við flugvellina í Miami, Orlando og Tampa lítið breyst síðustu mánuði og meira að segja er ódýrara að bóka bíl fyrir nóvemberreisuna í dag en það var fyrir fimm mánuðum síðan.

Kostur að geta afbókað

Í könnun Túrista var leitarvel Rentalcars notuð en með henni er hægt að bera saman kjör á þekktustu bílaleigunum á hverjum stað fyrir sig. Leitarvélin finnur líka oft mjög hagstæð kjör á bílaleigubílum samkvæmt athugunum Túrista síðustu ár. Og þeir sem panta í gegnum Rentalcars geta oft afbókað bílanna með stuttum fyrirvara sem getur verið kostur þegar verðið lækkar.