Dagskrá vikunnar fyrir allt flugið til London

Í vetur verða farnar héðan allt að 81 áætlunarferð í viku til samtals fjögurra flugvalla á Lundúnarsvæðinu og 5 flugfélög skipta með sér ferðunum. Hér má sjá hvernig ferðirnar raðast yfir daginn.

Þeir sem vilja spóka sig um í London á næstunni hafa úr mörgum ferðum þangað að velja. Mynd: Mike Stezycki/Unsplash

Það bætist jafnt og þétt í flugið milli Íslands og höfuðborgar Bretlands og óhætt að segja að miðað við áætlun vetrarins þá verði eins konar loftbrú héðan til London næstu misseri. Ferðirnar eru nefnilega á bilnu 10 til 13 á dag og í heildina 81 í viku þegar mest lætur í febrúar nk. Og á engri annarri flugleið frá Keflavíkurflugvelli er samkeppnin jafn hörð því farþegar á leið þaðan til London hafa úr ferðum fimm flugfélaga að velja. Atkvæðamest er easyJet með 26 ferðir, flestar frá Luton flugvelli en einnig allt að daglega frá Gatwick og Stanstend. Icelandair fer tvær ferðir á dag til Heathrow og 8 sinnum í viku til Gatwick en til þess síðarnefnda flýgur WOW air tvisvar á dag og Norwegian þrisvar í viku. British Airways bætir svo verulega við Íslandsflug sitt og munu þotur félagsins fljúga hingað tvisvar á dag frá Heathrow og tvær ferðir í viku frá London City.