Hættulegustu ferðamannalöndin

Evrópa á einn fulltrúa á listanum yfir 10 lönd sem talin þau varhugaverðustu fyrir ferðalanga.

Cartagena í Kólumbíu. Mynd: Gud Idn/Creative Commons

Þrátt fyrir að ástandið í Kólumbíu hafa batnað til mikilla muna og að hin alræmda Medellin sé komin á kortið hjá ferðapressunni þá toppar landið engu að síður lista World Economic Forum yfir hættulegustu áfangastaðina fyrir túrista. Vöxturinn í ferðaþjónustu Kolumbíu hefur, þrátt fyrir óöryggið, verið hraður síðustu ár enda landsvæði sem eru mun öruggari en önnur. Það sama á við um hin löndin á listanum og til að mynda mælast utanríkisráðuneyti frændþjóðanna ekki gegn því að fólk heimsæki Úkraínu, sem er í tíunda sæti, en fólk er engu að síður beðið um að halda sig fjarri austurhluta landins. Þar hefur ástandið hefur verið ótryggt allt síðan að Rússar og Úkraínumenn hófu að deila um yfirráðin þar. Þess má geta að á fyrsta ársfjórðungi ársins þá innrituðu 102 Íslendingar sig á hótel í Kænugarði eða Kiyv eins og heimamenn skrifa nafn borgarinnar.

10 hættulegustu ferðamannalöndin að mati World Economic Forum

  1. Kolumbía
  2. Jemen
  3. El Salvador
  4. Pakistan
  5. Nígería
  6. Venesúela
  7. Egyptaland
  8. Kenía
  9. Honduras
  10. Úkraína