Samfélagsmiðlar

Hið óvænta aðdráttarafl Belfast

Það sem áður þótti ekki merkilegt er í dag einn af hápunktum heimsóknarinnar til höfuðborgar N-Írlands.

Veitingahúsin Muddler´s Club og Howard St. í Belfastþ

„Mig hefði aldrei grunað að sá dagur kæmi að maturinn í Belfast myndi lokka ferðamenn til borgarinnar,“segir sessunautur minn við barinn á Mourne sjávarréttabarnum þegar við tökum tal saman og ég segist vera kominn gagngert til að prófa ostrur staðarins. „En ég skil vel að nú komi fólk hingað vegna veitingahúsanna því þau hafa tekið ótrúlegum framförum,“ bætir þessi reffilegi karl við og segist vera með áratuga reynslu af matargerðinni í Belfast. Og þó útsendari Túrista hafi aðeins stoppað í nokkra daga í borginni þá getur hann tekið undir það lof sem kokkarnir í höfuðborg Norður-Írlands hafa fengið síðustu ár. Ekki af því að réttirnir eru svo framúrstefnulegir heldur aðallega vegna þess að menn gera klassískum írskur réttum góð skil með því að nota gott hráefni. Reyktan ýsan í indversku tómatsósunni var til að mynda feykigóð á Howard St. veitingahúsinu og stökki svínamaginn sem borinn var fram með grænkáli, blóðmör og eplamús var sérstaklega bragðgott sýnishorn af matarmenningu Norður-Írlands. Og að fá risotto með rauðbeðum gerði hádegismatinn á Deans at Queens mun eftirminnilegri en ef grjónin hefðu komið með tómötum að hætti Ítala.

Hápunktur veislunnar var hins vegar á Muddler´s Club en í opnu eldhúsi þessa látlausa veitingahúss er aðallega unnið með hráefni úr nærsveitum og frá miðunum í kring en töluvert er lagt upp úr því að réttirnir líti sérstaklega vel út á disknum. Grænmetið er oftar en ekki létt gufusoðið, sósan freyðir og í aðalhlutverki eru fallegir og bragðmiklir bitar af kjöti eða sjávarfangi sem hafa stoppað stutt við á pönnu.

Það er skemst frá því að segja að Muddler´s Club hefur verið hlaðinn lofi allt frá því að hann opnaði fyrir þremur árum síðan og er nafn hans nú að finna í matarbiblíu Michelin. Þrátt fyrir allt hrósið þá er verðlagið mjög hagstætt, sérstaklega núna þegar pundið er í lægð. Fimm rétta matseðill hússins er til að mynda á rétt rúmar 6 þúsund krónur sem er um helmingi minna en sambærilegt kostar á betri veitingahúsum Reykjavíkur. Sá sem kaupir vín með öllum réttunum borgar aukalega 4 þúsund krónur sem aftur er miklu ódýrari en þekkist hér á landi.

Þeir sem velja dýrasta kost kvöldsins komast því af með nokkru minna en þeir myndu gera víðast hvar annars staðar. Í hádeginu kosta réttirnir á staðnum um 1700 krónur en aðalréttir kvöldsins eru um tvöfalt dýrari.

Og ef þú ert að velta fyrir þér hvernig ostrurnar á barnum brögðuðust þá verður að viðurkenna að þær írsku eru ekki alveg eins góðar og þær frönsku en þeir nutu sín vel í selskap við Guinness bjórinn og hinn roskna borðfélaga.

Túristi heimsótti Belfast með aðstoð ferðamálaráðs Írlands og Air Iceland Connect en félagið, ásamt Icelandair, býður upp á beint flug til George Best flugvallar í Belfast allt árið um kring.

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …