Samfélagsmiðlar

Hið óvænta aðdráttarafl Belfast

Það sem áður þótti ekki merkilegt er í dag einn af hápunktum heimsóknarinnar til höfuðborgar N-Írlands.

Veitingahúsin Muddler´s Club og Howard St. í Belfastþ

„Mig hefði aldrei grunað að sá dagur kæmi að maturinn í Belfast myndi lokka ferðamenn til borgarinnar,“segir sessunautur minn við barinn á Mourne sjávarréttabarnum þegar við tökum tal saman og ég segist vera kominn gagngert til að prófa ostrur staðarins. „En ég skil vel að nú komi fólk hingað vegna veitingahúsanna því þau hafa tekið ótrúlegum framförum,“ bætir þessi reffilegi karl við og segist vera með áratuga reynslu af matargerðinni í Belfast. Og þó útsendari Túrista hafi aðeins stoppað í nokkra daga í borginni þá getur hann tekið undir það lof sem kokkarnir í höfuðborg Norður-Írlands hafa fengið síðustu ár. Ekki af því að réttirnir eru svo framúrstefnulegir heldur aðallega vegna þess að menn gera klassískum írskur réttum góð skil með því að nota gott hráefni. Reyktan ýsan í indversku tómatsósunni var til að mynda feykigóð á Howard St. veitingahúsinu og stökki svínamaginn sem borinn var fram með grænkáli, blóðmör og eplamús var sérstaklega bragðgott sýnishorn af matarmenningu Norður-Írlands. Og að fá risotto með rauðbeðum gerði hádegismatinn á Deans at Queens mun eftirminnilegri en ef grjónin hefðu komið með tómötum að hætti Ítala.

Hápunktur veislunnar var hins vegar á Muddler´s Club en í opnu eldhúsi þessa látlausa veitingahúss er aðallega unnið með hráefni úr nærsveitum og frá miðunum í kring en töluvert er lagt upp úr því að réttirnir líti sérstaklega vel út á disknum. Grænmetið er oftar en ekki létt gufusoðið, sósan freyðir og í aðalhlutverki eru fallegir og bragðmiklir bitar af kjöti eða sjávarfangi sem hafa stoppað stutt við á pönnu.

Það er skemst frá því að segja að Muddler´s Club hefur verið hlaðinn lofi allt frá því að hann opnaði fyrir þremur árum síðan og er nafn hans nú að finna í matarbiblíu Michelin. Þrátt fyrir allt hrósið þá er verðlagið mjög hagstætt, sérstaklega núna þegar pundið er í lægð. Fimm rétta matseðill hússins er til að mynda á rétt rúmar 6 þúsund krónur sem er um helmingi minna en sambærilegt kostar á betri veitingahúsum Reykjavíkur. Sá sem kaupir vín með öllum réttunum borgar aukalega 4 þúsund krónur sem aftur er miklu ódýrari en þekkist hér á landi.

Þeir sem velja dýrasta kost kvöldsins komast því af með nokkru minna en þeir myndu gera víðast hvar annars staðar. Í hádeginu kosta réttirnir á staðnum um 1700 krónur en aðalréttir kvöldsins eru um tvöfalt dýrari.

Og ef þú ert að velta fyrir þér hvernig ostrurnar á barnum brögðuðust þá verður að viðurkenna að þær írsku eru ekki alveg eins góðar og þær frönsku en þeir nutu sín vel í selskap við Guinness bjórinn og hinn roskna borðfélaga.

Túristi heimsótti Belfast með aðstoð ferðamálaráðs Írlands og Air Iceland Connect en félagið, ásamt Icelandair, býður upp á beint flug til George Best flugvallar í Belfast allt árið um kring.

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …