Samfélagsmiðlar

„Fæðingarborg Bandaríkjanna“ er nú í alfaraleið

Þrátt fyrir merka fortíð þá fer það ekki framhjá manni að Philadelphia er í fullu fjöri og í óða önn búa sig undir framtíð með betri og fjölbreyttari byggð, öflugum almenningssamgöngum, fjölbreytt og meiri menningu. Borgarbúar halda þó áfram að hlúa að sögunni og munu seint gleyma Rocky.

Á meðan Washington borg var að gera sig klára í að taka við hlutverki sínu sem höfuðborg Bandaríkjanna þá fór Philadelphia með rulluna. Þarna í lok átjándu aldar var borgin líka sú fjölmennsta vestanhafs og alls enginn nýgræðingur í að hýsa helstu stofnanir þessa unga lýðveldis. Þar höfðu hinir svokölluðu „Feður Bandaríkjanna” setið og skráð sjálfstæðisyfirlýsingu landsins og stjórnarskráin var einnig fest á blað í borginni. Það má því segja að Philadelphia sé sögusviðið í fyrstu köflunum í sögu Bandaríkjanna og það er því ekki að undra að skólahópar og aðrir fróðleiksfúsir ferðamenn séu þar áberandi. Sérstaklega í gamla bænum við minjar eins og Frelsisklukkuna (Liberty Bell) og þingsalina í Independence Hall, þar sem fyrstu ráðamenn landsins funduðu.

Hin forna frægð er þó alls ekki eina aðdráttarafl Philadelphia og til marks um það þá toppaði hún nýverið lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu áfangastaðina í Bandaríkjunum. Vissulega vegur þar þungt sess hennar sem fyrsta höfuðborg landsins en endurreisn gamalla hverfa eins og Fishtown og Passyunk hefur einnig gert henni gott. Ekki eingöngu vegna þess að þar hefur ungt fólk getað komið sér upp heimilum heldur mun matarmenning borgarinnar hafa tekið miklum framförum þegar það teygðist á miðborginni og tómatpasta og Philadelphia steikarsamlokur einoka  ekki lengur matseðlana. Menningarlífið í Philadelphia er líka orðið fjölbreyttara en það hefur lengi byggt á góðum grunni með eina fremstu sinfóníuhljómsveit landsins og stór söfn eins og Rodin, Philadelphia Museum of Art og Barnes foundation. Og ekki má gleyma söfnum eins og  Benjamin Franklin Museum eitt af skyldustoppunum í borginni fyrir þá sem vilja fá ekki nóg af sögunni.

Og talandi um skyldustopp og söfn í Philadelpia. Það er nefnilega óhætt að fullyrða að stór hluti allra þeirra sem borgina sækja heim taki á rás upp þrepin 72 sem liggja upp að hinu glæsilega Philadelphia Museum of Art. Ástæðan fyrir hamaganginum er þó ekki þau 240 þúsund verk sem þar eru til sýnis heldur vilja margir feta í fótspor boxarns Rocky Balboa sem nýtti tröppurnar til koma sér í form í fyrstu Rocky myndinni (sjá myndbrot hér fyrir neðan). Senan þar sem þessi persóna Silvester Stallone hleypur upp tröppurnar og hoppar svo í hringi með hendurnar upp í loft er löngu orðin ódauðleg og Rocky-þrepin, svokölluðu, og bronsstyttan af kappanum sem þar stendur hafa ekki mikið minna aðdráttarafl fyrir ferðamenn í Philadelphia en sjálf Liberty Bell.

Icelandair flýgur til Philadelphia frá vori og fram á haust.
Túristi heimsótti borgina með aðstoð Icelandair og ferðamálaráðs Philadelphia.

Myndir frá Philadelphia

Senan fræga úr Rocky

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …