Samfélagsmiðlar

„Fæðingarborg Bandaríkjanna“ er nú í alfaraleið

Þrátt fyrir merka fortíð þá fer það ekki framhjá manni að Philadelphia er í fullu fjöri og í óða önn búa sig undir framtíð með betri og fjölbreyttari byggð, öflugum almenningssamgöngum, fjölbreytt og meiri menningu. Borgarbúar halda þó áfram að hlúa að sögunni og munu seint gleyma Rocky.

Á meðan Washington borg var að gera sig klára í að taka við hlutverki sínu sem höfuðborg Bandaríkjanna þá fór Philadelphia með rulluna. Þarna í lok átjándu aldar var borgin líka sú fjölmennsta vestanhafs og alls enginn nýgræðingur í að hýsa helstu stofnanir þessa unga lýðveldis. Þar höfðu hinir svokölluðu „Feður Bandaríkjanna” setið og skráð sjálfstæðisyfirlýsingu landsins og stjórnarskráin var einnig fest á blað í borginni. Það má því segja að Philadelphia sé sögusviðið í fyrstu köflunum í sögu Bandaríkjanna og það er því ekki að undra að skólahópar og aðrir fróðleiksfúsir ferðamenn séu þar áberandi. Sérstaklega í gamla bænum við minjar eins og Frelsisklukkuna (Liberty Bell) og þingsalina í Independence Hall, þar sem fyrstu ráðamenn landsins funduðu.

Hin forna frægð er þó alls ekki eina aðdráttarafl Philadelphia og til marks um það þá toppaði hún nýverið lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu áfangastaðina í Bandaríkjunum. Vissulega vegur þar þungt sess hennar sem fyrsta höfuðborg landsins en endurreisn gamalla hverfa eins og Fishtown og Passyunk hefur einnig gert henni gott. Ekki eingöngu vegna þess að þar hefur ungt fólk getað komið sér upp heimilum heldur mun matarmenning borgarinnar hafa tekið miklum framförum þegar það teygðist á miðborginni og tómatpasta og Philadelphia steikarsamlokur einoka  ekki lengur matseðlana. Menningarlífið í Philadelphia er líka orðið fjölbreyttara en það hefur lengi byggt á góðum grunni með eina fremstu sinfóníuhljómsveit landsins og stór söfn eins og Rodin, Philadelphia Museum of Art og Barnes foundation. Og ekki má gleyma söfnum eins og  Benjamin Franklin Museum eitt af skyldustoppunum í borginni fyrir þá sem vilja fá ekki nóg af sögunni.

Og talandi um skyldustopp og söfn í Philadelpia. Það er nefnilega óhætt að fullyrða að stór hluti allra þeirra sem borgina sækja heim taki á rás upp þrepin 72 sem liggja upp að hinu glæsilega Philadelphia Museum of Art. Ástæðan fyrir hamaganginum er þó ekki þau 240 þúsund verk sem þar eru til sýnis heldur vilja margir feta í fótspor boxarns Rocky Balboa sem nýtti tröppurnar til koma sér í form í fyrstu Rocky myndinni (sjá myndbrot hér fyrir neðan). Senan þar sem þessi persóna Silvester Stallone hleypur upp tröppurnar og hoppar svo í hringi með hendurnar upp í loft er löngu orðin ódauðleg og Rocky-þrepin, svokölluðu, og bronsstyttan af kappanum sem þar stendur hafa ekki mikið minna aðdráttarafl fyrir ferðamenn í Philadelphia en sjálf Liberty Bell.

Icelandair flýgur til Philadelphia frá vori og fram á haust.
Túristi heimsótti borgina með aðstoð Icelandair og ferðamálaráðs Philadelphia.

Myndir frá Philadelphia

Senan fræga úr Rocky

Nýtt efni

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …