Samfélagsmiðlar

„Fæðingarborg Bandaríkjanna“ er nú í alfaraleið

Þrátt fyrir merka fortíð þá fer það ekki framhjá manni að Philadelphia er í fullu fjöri og í óða önn búa sig undir framtíð með betri og fjölbreyttari byggð, öflugum almenningssamgöngum, fjölbreytt og meiri menningu. Borgarbúar halda þó áfram að hlúa að sögunni og munu seint gleyma Rocky.

Á meðan Washington borg var að gera sig klára í að taka við hlutverki sínu sem höfuðborg Bandaríkjanna þá fór Philadelphia með rulluna. Þarna í lok átjándu aldar var borgin líka sú fjölmennsta vestanhafs og alls enginn nýgræðingur í að hýsa helstu stofnanir þessa unga lýðveldis. Þar höfðu hinir svokölluðu „Feður Bandaríkjanna” setið og skráð sjálfstæðisyfirlýsingu landsins og stjórnarskráin var einnig fest á blað í borginni. Það má því segja að Philadelphia sé sögusviðið í fyrstu köflunum í sögu Bandaríkjanna og það er því ekki að undra að skólahópar og aðrir fróðleiksfúsir ferðamenn séu þar áberandi. Sérstaklega í gamla bænum við minjar eins og Frelsisklukkuna (Liberty Bell) og þingsalina í Independence Hall, þar sem fyrstu ráðamenn landsins funduðu.

Hin forna frægð er þó alls ekki eina aðdráttarafl Philadelphia og til marks um það þá toppaði hún nýverið lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu áfangastaðina í Bandaríkjunum. Vissulega vegur þar þungt sess hennar sem fyrsta höfuðborg landsins en endurreisn gamalla hverfa eins og Fishtown og Passyunk hefur einnig gert henni gott. Ekki eingöngu vegna þess að þar hefur ungt fólk getað komið sér upp heimilum heldur mun matarmenning borgarinnar hafa tekið miklum framförum þegar það teygðist á miðborginni og tómatpasta og Philadelphia steikarsamlokur einoka  ekki lengur matseðlana. Menningarlífið í Philadelphia er líka orðið fjölbreyttara en það hefur lengi byggt á góðum grunni með eina fremstu sinfóníuhljómsveit landsins og stór söfn eins og Rodin, Philadelphia Museum of Art og Barnes foundation. Og ekki má gleyma söfnum eins og  Benjamin Franklin Museum eitt af skyldustoppunum í borginni fyrir þá sem vilja fá ekki nóg af sögunni.

Og talandi um skyldustopp og söfn í Philadelpia. Það er nefnilega óhætt að fullyrða að stór hluti allra þeirra sem borgina sækja heim taki á rás upp þrepin 72 sem liggja upp að hinu glæsilega Philadelphia Museum of Art. Ástæðan fyrir hamaganginum er þó ekki þau 240 þúsund verk sem þar eru til sýnis heldur vilja margir feta í fótspor boxarns Rocky Balboa sem nýtti tröppurnar til koma sér í form í fyrstu Rocky myndinni (sjá myndbrot hér fyrir neðan). Senan þar sem þessi persóna Silvester Stallone hleypur upp tröppurnar og hoppar svo í hringi með hendurnar upp í loft er löngu orðin ódauðleg og Rocky-þrepin, svokölluðu, og bronsstyttan af kappanum sem þar stendur hafa ekki mikið minna aðdráttarafl fyrir ferðamenn í Philadelphia en sjálf Liberty Bell.

Icelandair flýgur til Philadelphia frá vori og fram á haust.
Túristi heimsótti borgina með aðstoð Icelandair og ferðamálaráðs Philadelphia.

Myndir frá Philadelphia

Senan fræga úr Rocky

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …